Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 843, frá 1.11.2017.

Málsnúmer 1710012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 296. fundur - 07.11.2017

Til afgreiðslu:
1. liður.
2. liður.
3. liður er sér liður á dagskrá.
  • Undir þessum lið mætti á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

    Á 65. fundi veitu- og hafnaráðs þann 30. október 2017 var eftirfarandi bókað:

    "Fyrir fundinum lá bréf frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins sem dagsett er 25.10.2017, þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Árna Helgason ehf.Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu siglingasviðs Vegagerðar ríkisns og leggur til að sveitarstjórn staðfesti að gengið verði til samninga við Árna Helgason ehf."

    Til umræðu ofangreint.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 13:16.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 843 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 4. október 2017 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun Dalvíkurskóla að upphæð 1.782.956 kr. vegna mistaka við yfirskriftar launa í fjárhagsáætlanagerð. Um er að ræða launa- og launatengd gjöld í 3 mánuði.

    Samkvæmt útreikningum launafulltrúa, dagsett þann 19. október 2017, úr launaáætlunarkerfi er upphæðin kr. 1.600.703.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 843 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 19/2017 við deild 04210 að upphæð kr. 1.600.703, mætt með lækkun á handbæru fé. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 19/2017 við deild 04210 að upphæð kr. 1.600.703 og mætt með lækkun á handbæru fé.
  • Á fundinum var lagt fram og kynnt frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021.

    Til umræðu ofangreint.

    a) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að miðað við áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem birt var á vef Jöfnunarsjóðs í gær, 31.10.2017, þá séu forsendur fyrir því að hækka áætlun framlaga Jöfnunarsjóðs allt að kr. 76.382.000.

    b) Uppgjör við Brú lífeyrissjóð: Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir áætluðum fjárhæðum skv. upplýsingum frá Brú þann 1.11.2017 og reikningshaldslegri meðferð í áætlun.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 843 Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 7. nóvember 2017 með áorðnum breytingum samkvæmt a) lið og b) lið hér að ofan, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá og óskar eftir að fært verði til bókar:
    "Ég sit hjá við afgreiðslu á Fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun 2019-2021 með vísan í fyrri bókun kjörinna fulltrúa J-listans um gervigrasvöll frá 840. byggðaráðsfundi þann 18.10 2017."

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar, er sér liður á dagskrá.

    Enginn tók til máls og fleira þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.