Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59, frá 10.03.2017

Málsnúmer 1702011

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 290. fundur - 21.03.2017

  • Í bréfi sem Hafnasamband Íslands sendi innanríkisráðherra þann 13. janúar sl. var óskað eftir staðfestingu á því hvert framlag ríkisins til framkvæmda í höfnum yrði árið 2017, en misvísandi upplýsingar höfðu fengist úr stjórnkerfinu.

    Þann 14. febrúar barst svar við ofangreindu erindi.

    Í kjölfar svarbréfsins var sent erindi til Vegagerðarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvaða framkvæmdir væri að ræða í tölum ráðuneytisins.

    Svör Vegagerðarinnar voru eftirfarandi:

    "Eftirtalin verkefni er stefnt að farið verði í og að auki verkefni sem voru inn á samgönguáætlun árið 2016:

    Rifshöfn, endurbygging Norðurkants
    Siglufjörður, þekja og lagnir
    Hafnasamlag Norðurlands, dráttarbátur
    Vopnafjörður dýpkun innsiglingarrennu
    Þorlákshöfn dýpkun snúningssvæðis
    Grindavík, endurbygging Miðgarðs
    Hornafjörður o.fl. viðhaldsdýpkun"

    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Lagt fram til kynningar.
  • Hönnun Austurgarðs er byrjuð og eru hér lagðar fram til kynningar teikningar af staðsetningu á þeim svæðum innan og utan hafnarinnar þar sem efnistaka mun eiga sér stað til fyllingar innan stálþils.
    Sveitarstjóri og sviðsstjóri eru búnir að funda með ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála, á þeim fundum hefur komið fram að framkvæmdir við Austurgarð eru á samgönguáætlun 2015 - 2018.
    Vinna við Austurgarð hófst í árslok 2016 með hönnun og gerð útboðsgagna, 2017 er gert ráð fyrir niðurrekstri á stálþili, fylling undir þekju og flutningi á varnargarði og lok verksins verður á árinu 2018 með frágangi á þekju og lýsingu.
    Siglingasvið Vegagerðarinnar greiddi sinn hluta í kostnaði vegna þeirrar vinnu sem unnin var á árinu 2016 og er verkefnið því formlega hafið.
    Í þeim samtölum sem ofangreindir áttu við ráðherra kom fram að í fjárheimildum vegna hafnaframkvæmda á árinu 2018 mun verða gert ráð fyrir kostnaði vegna Austurgarðs og að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar muni þá fá greitt framlag ríkisins vegna framkvæmda á yfirstandandi ári.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Veitu- og hafnaráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að það feli byggðarráði að leita leiða til að tryggja að framkvæmdir við Austurgarð geti hafist sem fyrst.
  • Á fundinum var lagt fram minnisblað um aflagjald og álagningu þess sem Pacta lögmenn unnu fyrir Dalvíkurbyggð. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að fá álit stjórnar Hafnasambands Íslands á framlögðu minnisblaði frá Pacta og að stjórn sambandsins hlutist til um að hafnalögum verði breytt þannig að innheimta aflagjalds geti verið með sama hætti og verið hefur.
  • Með bréfi sem dagsett er 22. febrúar 2017 boðar Umhverfisstofnun að starfsmaður þess komi í reglubundið eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum. Fram kom einnig í bréfinu að slíkt eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum skal framkvæma að lágmarki á fimm ára fresti. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Lagt fram til kynningar.
  • .5 201702027 Fundargerðir 2017
    Fyrir fundinum lá fundargerð 392. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 17. febrúar sl. í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Lögð fram til kynningar.
  • Ósk hefur komið um viðbótaraðstöðu vegna fjölgunar skipa sem gera út á ferðaþjónustu. Sú hugmynd hefur verið rædd að fjölga viðlegum í Dalvíkurhöfn með nýrri flotbryggju og "fingrum".
    Málefni um flotbryggjur er frestað til næsta fundar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Veitu- og hafnaráð samþykkir að "fingur" verði komið fyrir á syðri flotbryggju samkvæmt tillögu yfirhafnavarðar og kostnaður færður á viðhaldslykil Hafnasjóðs. Sviðsstjóra falið að fá tilboð í "fingurinn".
  • Norðurorka, umsókn um leyfi til framkvæmda í landi Syðri-Haga, Dalvíkurbyggð. Um er að ræða borun eftir heitu vatni og lagfæring á mannvirkjum því tengdu. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemd við fram komna umsókn Norðurorku.
  • Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, óskar eftir umsögn veitna Dalvíkurbyggðar vegna lýsingar á fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð skv 3. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Jörðin Snerra er í einkaeigu og hefur eigandi jarðarinnar áform um að vinna deiliskipulag innan skipulagsreitsins.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 59 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu á deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Svarfaðardal. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.