Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812, frá 23.02.2017

Málsnúmer 1702010

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 290. fundur - 21.03.2017

Til afgreiðslu:

2. liður.

  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs,Freydís Dana Sigurðardóttir, og Guðröður Ágústsson, tilboðsgjafi í Árskóg lóð 1, kl. 13:00.

    Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:
    "Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr. Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45.
    Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs."

    Til umræðu óskir tilboðsgjafa um stærri lóð undir íbúðarhúsi og um langtímaleigusamning um land.

    Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:49.
    Börkur Þór vék af fundi kl. 14:01.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Byggðaráð tekur jákvætt í stækkun lóðar ef umsókn um stækkun húss berst.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:02.

    Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi m.a. samþykkt:
    "c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð áætlun um opnun á Íþróttamiðstöð á framkvæmdatíma og opnun á Sundskála Svarfdæla á framkvæmdatíma."

    Til umræðu tilaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

    Lagt er til eftirfarandi opnun vegna endurbóta á sundlauginni á Dalvík vorið 2017:

    Íþróttamiðstöðin á Dalvík (ræktin):
    Mánudaga-fimmtudaga: 6:15-20:00
    Föstudaga: 6:15-19:00
    Laugardaga og sunnudag: 9:00-12:00
    Hér er nánast sami opnunartími og verið hefur, nema aðeins styttri opnun um helgar. Einnig verður starfsmaður áfram eins og verið hefur fram á kvöld þegar þarf vegna notkunar á íþróttasal.

    Sundskáli Svarfdæla:
    Mánudaga og miðvikudaga: 7:00-11:00
    Fimmtudaga: 17:00-21:00
    Laugardaga og sunnudaga: 13:00-17:00
    Það mun koma til einhver aksturskostnaður vegna opnunar sundskála, en hann er óverulegur á þessu stutta tímabili (gæti verið á bilinu 30-50.000).

    Núverandi launaáætlun getur staðið undir þessari opnun, sem og að áætlun íþróttamiðstöðvar ráði við þennan aksturskostnað.

    Vinnuskylda allra starfsmanna er ekki að fullu nýttur með þessari opnun og er hugmyndin sú að það sem upp á vantar fari í vinnu í íþróttamiðstöðinni á Dalvík við ýmsar endurbætur og aðstoð á viðhaldstíma Einnig eru verkefni sem farið er í í hefðbundinni lokun á vorin.

    Á fjárhagsáætlun sundskálans (06570) er gert ráð fyrir heitu vatni og rafmagnskostnaði. Einnig minniháttar viðhaldi. Er ljóst að einhver kostnaður mun myndast við að reka skálann. Það má teljast líklegt að þessi áætlun dugi langt varðandi þann rekstrarkostnað sem til fellur vegna opnunar í 2 mánuði.

    Lagt er til að ekki verði rukkaður aðgangseyrir í sundskálann á meðan á lokun sundlaugarinnar stendur.

    Gísli Rúnar og Hlynur viku af fundi kl. 14:32.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sem taki gildi þegar framkvæmdir við Sundlaug Dalvíkur hefjast.
  • Tekinn fyrir rafpóstur þann 14. febrúar 2017 frá Eyþingi þar sem fram kemur að föstudaginn 24. febrúar nk. er boðað til samráðsfundar á vegum verkefnisstjórnar um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn á Hótel Kea, Akureyri, og hefst kl. 9:00.


    Verkefninu, sem er á forsvari innanríkisráðuneytis, er ætlað að greina tækifæri og leiðir til að styrkja sveitarstjórnarstigið enn frekar.


    Samkvæmt verkefnaáætlun eru megin markmið verkefnisins að leggja fram tillögur sem stuðla að :

    - stærri, öflugri og sjálfbærum sveitarfélögum

    - breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga,

    - markvissari samskiptum ríkis og sveitarfélaga,

    - nýtingu rafrænnar tækni við stjórnsýslu og

    - lýðræðislegri þátttaka íbúa í stefnumörkun og ákvarðanatöku á öllum sviðum.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 17. febrúar 2017, þar sem fram kemur að þann 24. mars nk. verður XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið í Reykjavík. Rétt til setu á landsþinginu eiga 151 fulltrúi frá 74 sveitarfélögum. Að auki eiga seturétt á landsþinginu með málfrelsi og tillögurétti bæjar- og sveitarstjórar, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og þeir stjórnarmenn í sambandinu sem ekki eru kjörnir landsþingsfulltrúar fyrir sitt sveitarfélag.

    Fulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:
    6400 Dalvíkurbyggð 1.867 íb. 2 fltr.

    Aðalfulltrúar:

    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður byggðarráðs

    Valdís Guðbrandsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi


    Varafulltrúar:
    Heiða Hilmarsdóttir, forseti sveitarstjórnar.
    Kristján Guðmundsson, sveitarstjórnarfulltrúi
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fundargerðir stjórnar Eyþings, 291. fundur og 292. fundur. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Lagt fram til kynningar.
  • .6 201602102 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 812 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitartjórn.