Félagsmálaráð - 206, frá 14.02.2017

Málsnúmer 1702006

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 289. fundur - 21.02.2017

Til afgreiðslu:

7. liður.

  • .1 201701102 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201701102 Félagsmálaráð - 206 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .2 201701122 Trúnaðarmál
    Félagsmálaráð - 206
  • .3 201702055 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201702055 Félagsmálaráð - 206 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .4 201702056 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201702056 Félagsmálaráð - 206 Bókað í trúnaðarmálabók
  • .5 201702064 Trúnaðarmál
    Félagsmálaráð - 206
  • .6 201702065 Trúnaðarmál
    Félagsmálaráð - 206
  • Félagsmálastjóri lagði fram drög að nýjum viðmiðunarkvarða vegna fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2017. Lagt er fram að kvarði verði hækkaður samkvæmt neysluvísitölu. Hann verður þá eftirfarandi:

    Einstaklingar verður 152.027 (var 149.171)
    Hjón verður 243.239 (var 238.670)
    Sameiginlegt heimilishald verður 91.215 (var 89.501)
    Neyðaraðstoð verður 38.006 (var 37.292)
    Félagsmálaráð - 206 Félagsmálaráð samþykkir fjárhagsaðstoðarkvarðann eins og hann er lagður fyrir með fimm greiddum atkvæðum og vísar honum til afgreiðslu í sveitastjórn.
  • Tekið fyrir erindi frá Innanríkisráðuneytinu dags. 6. febrúar 2017 þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á því að birt hafi verið til umsagnar drög að reglugerð um útlendingamál sem sett er á grundvelli nýrra laga er tóku gildi 1. janúar sl. Félagsmálaráð - 206 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Vinnumálastofunun dags. 31. janúar 2017 þar sem Vinnumálastofnun leitar eftir samstarfi við fyrirtæki, stofnanir, sveítarfélög og félagasamtök um ráðningu atvinnuleitanda í vinnumarkaðsúrræði. Um er að ræða tímabundið verkefni sem geta verið hagur bæði atvinnurekanda og einstaklinga í atvinnuleit. Úrræðin skiptast í starfsþjálfun og sérstök átaksverkefni þar sem atvinnurekandi getur ráðið atvinnuleitanda með samingi til starfa í allt að sex mánuði með styrk. Alla jafna er gert ráð fyrir 100% stöðugildi í vinnumarkaðsúrræðum. Félagsmálaráð - 206 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því aðrir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.