Atvinnumála- og kynningarráð - 24, frá 25.01.2017

Málsnúmer 1701012

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 289. fundur - 21.02.2017

  • Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri AFE, Baldvin Valdemarsson, verkefnastjóri hjá AFE og Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá AFE, komu á fund ráðsins kl. 13:00 og kynntu starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE)og helstu verkefni.
    Þau viku af fundi kl. 14:40.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 24 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar starfsfólki AFE fyrir greinargóða kynningu og góðar umræður í kjölfarið. Stefnt er að öðrum fundi með AFE síðar á árinu.
  • .2 201609032 Fyrirtækjaþing 2016
    Á 23. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. janúar 2017 var meðal annars eftirfarandi bókað:

    ,,Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að halda íbúaþing 11. febrúar 2017 þar sem umfjöllunarefnin verða tækifæri, bjartsýni og jákvæð uppbygging samfélagsins."
    Atvinnumála- og kynningarráð - 24 Atvinnumála - og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að undirbúa þingið miðað við umræður á fundinum. Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson.


    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.