Menningarráð - 60, frá 8.12.2016.

Málsnúmer 1612004

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 287. fundur - 13.12.2016

Til afgreiðslu:

2. liður.
 • Á fundinn kom Jóhann Antonsson til að kynna Menningarráði aðgerðaráætlun sína er snýr að tímaramma og kostnaðarmati við gagnaöflun og skráningu heimilda.

  Engin gögn liggja fyrir með þessu fundarboði.
  Menningarráð - 60 Jóhann fór yfir sínar hugmyndir að heimildaöflun og kom jafnframt inná að mikilvægt væri að hægt yrði að nýta þær á mismunandi vegu, t.d. sem vefútgáfu, sem efni inná söfn og í ritun bókar.

  Menningarráði líst vel á framkomnar hugmyndir og er Jóhanni Antonssyni falið að halda áfram heimildarsöfnun og hann skili inn framvinduskýrslu þann 1. mars 2017.


 • Tekin var fyrir erindi um styrk á móti húsaleigu á félagsheimilinu Árskógi í tengslum við árlega Rokkhátíð. Menningarráð - 60 Menningarráð hafnar umsókn um styrkveitingu þar sem ekki lágu fyrir fullnægjandi gögn.

  Menningarráð bendir forsvarsmönnum Rokkhátíðarinnar á að umsóknir í styrk hjá Menningarsjóði sveitarfélagsins er í byrjun hvers árs og er auglýst sérstaklega.
  Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.