Íþrótta- og æskulýðsráð - 83, frá 1.11.2016

Málsnúmer 1610020

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 285. fundur - 08.11.2016

Til afgreiðslu:

1. liður.

7. liður.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Tekið fyrir bréf dagsett þann 6. október 2016 þar sem þess er óskað að Dalvíkurbyggð sjái sér fært að leggja Snorraverkefninu 2017 lið með því að:
    leggja verkefninu lið með kr. 100.000.- framlagi;
    styrkja verkefnið um kr. 100.000.- og taka einn þátttakanda í starfsþjálfun yfir
    þriggja vikna tímabil sem hefst mánudaginn 26. júní 2017; eða
    styrkja verkefnið með smærra fjárframlagi, með eða án starfsþjálfunar;
    styrkja landkynningarferð verkefnisins og/eða bjóða upp á eitthvað á svæðinu

    Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Norræna félagsins á Íslandi og Þjóðræknisfélags Íslendinga og lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri á að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.

    Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu.
  • .2 201610044 Uppsögn á starfi
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Ingigerður Júlíusdóttir hefur sagt upp störfum í íþróttamiðstöðinni og óskar eftir því að hætta um áramót.
    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir tilnefningum frá íþróttafélögum vegna kjörs á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Félögin eiga að vera búin að skila inn tilnefningum í síðasta lagi 22. nóvember ár hvert.
    Íþrótta- og æskulýðsráð kýs íþróttamann ársins á næsta fundi ráðsins.
    Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir að kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 5. janúar 2017 kl. 16:00.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að auglýsa eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð. Umsóknarfrestur verður til 28. nóvember. Umsóknir verða teknar fyrir á næsta fundi ráðsins.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Uppfærð starfsáætlun lögð fram.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Byggðaráð samþykkti að vísa gjaldskrám íþrótta- og æskulýðsráðs til endurskoðunar í ráðinu í samræmi við þær ábendingar sem fram komu á 800. fundi Byggðaráðs.
    Íþrótta- og æskulýðsráð lagaði orðalag og uppsetningu á gjaldskrá og samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir á fundinum.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti á síðasta fundi ráðsins að leggja til með hvaða hætti næstu skref verða tekin á þessum fundi.

    Í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2017 fyrir umhverfis- og tæknisvið gerir umhverfisráð ráð fyrir að farið verði í deiliskipulag á fólksvanginum árið 2017 þar sem íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar í samræmi við skipulagslög.
    Byggðaráð hefur samþykkt að hugur íbúa verði kannaður með rafrænni könnun í janúar 2017.
    Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að í slíkri könnun verði hugur íbúa kannaður varðandi alla þá valmöguleika sem gætu komið til greina innan fólkvangsins, s.s. golfvöllur, göngustígar, skíðagöngubraut og reiðleiðir.
    Bókun fundar Til máls tóku:

    Bjarni Th.Bjarnason, sem leggur til að sveitarstjórn vísi tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs til byggðaráðs enda verði tekið fullt tillit til sjónarmiða sem fram koma í deiliskipulagsvinnunni, s.s. gönguleiðir, reiðleiðir, skíðagönguleiðir. Bjarni Th. Bjarnason óskar einnig eftir að fram komi að byggðaráð sé enn með málið til úrvinnslu.

    Kristján Hjartarson.
    Valdís Guðbrandsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Samþykkt hefur verið að færa rekstur félagsheimilis í Árskógi undir skóla- og menningarmál. Til kynningar. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.