Fræðsluráð - 202, frá 09.03.2016

Málsnúmer 1603001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 278. fundur - 15.03.2016

  • Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, lagði fram beiðni um að mega auglýsa eftir sérkennslustjóra að Krílakoti frá og með 1.ágúst n.k. Fræðsluráð - 202 Fræðsluráð samþykkir beiðnina svo styrkja megi stoðþjónustu á leikskólanum. Í Skólastefnu Dalvíkurbyggðar er lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og samkvæmt Þjóðarsáttmála um læsi er gert ráð fyrir að bæta stöðu nemenda af erlendum uppruna sem nú eru 25% af nemendafjölda leikskólans. Ráðningin mun kosta 3.500.000 á ársgrundvelli, svo að á þessu ári yrði kostnaðurinn u.þ.b. 1.460.000. Fræðsluráð óskar eftir því við byggðaráð að gerður verði viðauki sem þessu nemur við fjárhagsáætlun ársins 2016 á deild 04-120.



  • Með fundarboði fylgdu drög að skóladagatölum Dalvíkurskóla, Árskógarskóla, Krílakots og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar fyrir skólaárið 2016-2017. Fræðsluráð - 202 Gögn lögð fram til kynningar og umræðna. Endanleg afgreiðsla fer fram á næsta fundi ráðsins.
  • Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, gerði grein fyrir því helsta sem hefur verið á döfinni í skólanum að undanförnu og því sem til stendur á næstunni. Þar ber hæst þátttöku skólans í Nótunni, uppskeruhátið tónlistarskólanna, sem haldin verður fyrir Norðurland í Hofi n.k. föstudag. Þangað verða send fjögur atriði frá skólanum til að keppa um sæti í lokakeppni Nótunnar sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík. Fræðsluráð - 202 Fræðsluráð þakkar Magnúsi fyrir upplýsingarnar.
  • .4 201503209 Námsárangur
    Með fundarboði fylgdu fundargerðir 16. og 17. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 202 Lagt fram til kynningar. Gísli Bjarnason gerði nánari grein fyrir vinnu hópsins og einnig þeim breytingum sem eru að verða á námsmati í grunnskólum.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir þeim athugunum sem hann hefur gert á möguleikum þess að á morgnana verði boðið upp á hafragraut í Dalvíkurskóla sem og ávaxtahressingu. Einnig hvað slíkt muni kosta. Gísli áætlar að gera tilraun með að bjóða upp á hafragraut í tvo mánuði fram á vor án þess að til viðbótarfjárveitingar komi og verði það foreldrum að kostnaðarlausu. Einnig verður gerð tilraun með að bjóða upp ávaxtaáskrift sem foreldrar greiða fyrir. Fræðsluráð - 202 Fræðsluráð þakkar Gísla fyrir og fagnar því að tilraunin verði gerð.
  • .6 201304091 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Fræðsluráð - 202
  • .7 201603033 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Fræðsluráð - 202
  • .8 201603028 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók Fræðsluráð - 202
  • Með fundarboði fylgdi áskorun og áminning frá Margréti Maríu Sigurðardóttur, umboðsmanni barna, til sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna í skólanefndum um að setja málefni barna í forgang. Tilefni áskorunarinnar er sá niðurskurður sem fyrirhugaður er hjá Fræðslusviði Reykjavíkurborgar. Umboðsmaður skorar m.a. á sveitarfélög að virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í störfum sínum og láta hagsmuni barna ganga framar hugsanlegum fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga. Fræðsluráð - 202 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði fylgdi bréf frá Menntamálastofnun þar sem kynnt er innleiðing rafrænna samræmdra prófa á næsta skólaári. Jafnfram er óskað eftir að tilnefndur verði tengiliður við stofnunina vegna innleiðingarinnar. Fræðsluráð - 202 Lagt fram til kynningar og jafnframt ákveðið að Dóróþea Reimarsdóttir, starfsmaður á fræðslusviði, verði tengiliður við Menntamálastofnun. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.