Íþrótta- og æskulýðsráð - 76, frá 01.03.2016.

Málsnúmer 1602014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 278. fundur - 15.03.2016

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 76 Tillaga að breytingu á 8.gr. í gildandi erindisbréfi. Ráðið samþykkir erindisbréfið eins og það var lagt fyrir á fundinum.
    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 76 Samkvæmt núgildandi gjaldskrá er litli salurinn (gamla ræktin) ekki inn í gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Ekki hefur reynt á slíkt fyrr en nú þar sem ekki hefur verið eftirspurn eftir salnum. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur nú leigt út salinn fram að vori og þarf að meta hvort salurinn eigi að vera til útleigu eða eingöngu ætlaður fyrir starfsemi á vegum íþróttamiðstöðvarinnar eins og verið hefur undanfarin ár.

    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gjald pr. klst. fyrir salinn verði kr. 4.300 og mun taka gildi frá og með 1. september 2016.

    Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs Bókun fundar Til máls tóku:
    Valdís Guðbrandsdóttir.
    Valdemar Þór Viðarsson.
    Guðmundur St. Jónsson.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 76 Gestir íþróttamiðstöðvar voru ríflega 55.000 árið 2015, samanborið við ríflega 53.000 gesti árið 2014. Aukin aðsókn skýrist fyrst og fremst í líkamsrækt og skóla- og íþróttaæfingum. Gestum í sund fækkaði um tæp 2.000 á milli ára sem skýrist að mestu vegna veðurs.
    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 76 Fjöldi gistieininga árið 2015 var 851 samanborið við 701 árið 2014. Fjöldi tjalda stendur nánast í stað, á meðan stærri einingar s.s. tjaldsvögnum og fellihýsum fækkar á milli ára. Skýrist það að mestu vegna veðurs.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson
    Bjarni Th. Bjarnason.
  • .5 201512086 Skrifstofa UMSE
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 76 Á fundinn mættu fulltrúar UMSE til að ræða skrifstofumál UMSE. Fulltrúar UMSE voru Þorstseinn Marinósson, Bjarnveig Ingvadóttir og Einar Hafliðason. Fram kom á formannafundi hjá UMSE í janúar sl. að það sé vilji formanna að halda óbreyttu fyrirkomulagi að svo stöddu. Ef aðstæður breytast munu aðilar ræða frekar saman.
    Einnig kynnti Þorteinn Marinónsson Hreyfiviku UMFÍ.

    Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.