Atvinnumála- og kynningarráð - 17, frá 02.03.2016.

Málsnúmer 1602013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 278. fundur - 15.03.2016

  • Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín.

    Að þessu sinni var fyrirtækjum starfandi í landbúnaði boðið í heimsókn ráðsins.

    Gestir fundarins voru:
    Gunnhildur Gylfadóttir, Guðmundur Jónsson, Karl Ingi Atlason og Kristján Hjartarson.

    Til umræðu m.a. sýn sveitarstjórnar, búvörusamningur, tollamál, bændur í ferðaþjónustu, Beint frá býli, sérstaða landbúnaðar í Dalvíkurbyggð, ný reglugerð um aðbúnað, gagnrýni á landbúnað.


    Ofangreindir gestir viku af fundi kl. 14:24.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 17 Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að bæta við landbúnaðar/matvælaklasa í fundaröð sína;
    "Hey, ég er með frábæra hugmynd, eigum við að vinna saman"
  • Með fundarboði atvinnumála- og kynningaráðs fylgdi starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2016, sem er hluti af starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs.

    Farið var á fundinum yfir helstu verkefni er snúa að atvinnu- og kynningarmálum.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 17 Lagt fram til kynningar.
  • Samkvæmt starfsáætlun upplýsingafulltrúa fyrir árið 2016, og sbr. undanfarin ár, þá hefur kynningarbréf verið sent út til nýrra íbúa í sveitarfélaginu þar sem helsta þjónusta sveitarfélagsins er kynnt ásamt íþrótta- og æskulýðsstarfi og fleiru.

    Farið yfir möguleika á að koma upplýsingum til nýrra íbúa í sveitarfélaginu.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 17 Lagt fram til kynningar.
  • Formaður ráðsins upplýsti um stöðu og þróun mála vegna Flugklasans Air66. Atvinnumála- og kynningarráð - 17 Lagt fram til kynningar.
  • Á 10. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:

    "Á 8. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars eftirfarandi bókað:

    Á fundinn kom kl. 14:00 Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, til að skoða mögulega aðkomu AFE að greiningu á almenna húsnæðismarkaðinu í Dalvíkurbyggð.

    Elva víkur af fundi kl. 14:38.

    Atvinnumála- og kynningarráð þakkar Elvu fyrir komuna. Elva mun skoða, í samráði við annað starfsfólk Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, hvernig aðkoma AFE að þessu máli gæti verið og senda tillögur á atvinnumála- og kynningarráð.

    Upplýsingafulltrúi upplýsti um tölvupóst, sem barst frá Elvu 30. apríl 2015. Þar kemur meðal annars fram að líklega verði myndaður starfshópur um heildar úttekt á húsnæðismarkaðnum í Eyjafirði."

    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti á fundinum að samkvæmt rafpósti dagsettum þann 8. febrúar 2016 frá framkvæmdastjóra AFE þá hefur Valtýr Sigurbjarnarson verið ráðinn í það verkefni hjá AFE að taka saman upplýsingar um stöðu á fasteignamarkaði í Eyjafirði og horfur á næstu misserum. Niðurstaðan á geta gagnast sveitarstjórnarmönnum við að meta stöðuna á fasteignamarkaði gagnvart íbúum og atvinnulífi, bæði á sínum nærsvæðum og í Eyjafirði öllum. Reiknað er með að verkefnið taki mánuð í vinnslu.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 17 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.