Atvinnumála- og kynningarráð - 15, 13.01.2016

Málsnúmer 1601005

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 276. fundur - 19.01.2016

Til afgreiðslu:

1. liður

2. liður
  • Mættir á fundinn kl. 13:10 eru Júlíus Júlíusson, Gréta Arngrímsdóttir, Helgi Einarsson, Sveinbjörn Hjörleifsson, Laufey Eiríksdóttir og Kári Ellertsson.

    Á síðustu fundum atvinnumála- og kynningarráðs hefur verið fjallað um málefni upplýsingamiðstöðvar. Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi samþykkt:

    "a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.

    b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.

    c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna."

    Sveitarstjórn fjallað síðan um málið á síðasta fundi sínum og bókaði eftirfarandi:

    "a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta um að þessum lið verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar og að upplýsingafulltrúa verði falið á milli funda að kanna hug ferðaþjónustuaðila og koma með tillögu að útfærslu.
    b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningaráðs.
    c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningaráðs."

    Á fund ráðsins hafa verið boðaðir ferðaþjónustuaðilar í Dalvíkurbyggð með það að markmiði að fá fram þeirra sjónarmið varðandi framtíðarskipulag og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Dalvíkurbyggð.

    Júlíus Júlíusson, Gréta Arngrímsdóttir, Helgi Einarsson, Sveinbjörn Hjörleifsson, Laufey Eiríksdóttir og Kári Ellertsson yfirgefa fund kl. 14:15.



    Atvinnumála- og kynningarráð - 15 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum eftirfarandi tillögu við sveitarstjórn:

    Að fallið verði frá öllum tillögum ráðsins sem fyrir sveitarstjórn liggja og var fjallað um á síðasta fundi hennar nr. 275 sbr. neðangreint:

    3.4 201508086 - Upplýsingamiðstöð - framtíðarskipulag
    "a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.
    b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
    c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna."

    Atvinnumála- og kynningarráð samþykktir með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipulag upplýsingamiðstöðvar árið 2016 verði óbreytt og í samræmi við samþykkta starfs- og fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Bjarna Th. Bjarnason.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
  • Tekið fyrir erindi dagsett 9. desember 2015 frá Markaðsstofu Norðurlands(MN) þar sem hún fer þess á leit að samstarfssamningur á milli MN og Dalvíkurbyggðar verði endurnýjaður en fyrri samningur rann út nú um áramótin. Meðfylgjandi erindinu er yfirlit yfir helstu þætti í starfi MN á síðasta ári. Atvinnumála- og kynningarráð - 15 Atvinnumála og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að samstarfssamingur milli Markaðsstofu Norðurlands og Dalvíkurbyggðar verði framlengdur.
  • Á síðasta fundi atvinnumála- og kynningaráðs samþykkti ráðið að auðlindastefna yrði hluti af vinnu við atvinnustefnu sveitarfélagsins og upplýsingafulltrúa var falið að boða til fyrsta vinnufundar. Sá fundur fór fram 12. janúar og fór upplýsingafulltrúi yfir umræður þess fundar. Upplýsingafulltrúi fer einnig yfir helstu niðurstöður atvinnulífskönnunar ársins 2015 en drög að skýrslu með niðurstöðum er nú að verða tilbúin.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 15 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum að halda opinn fund í byrjun mars á þessu ári þar sem niðurstöður skýrslunnar verða kynntar ásamt vinnu við atvinnu- og auðlindastefnu. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.