Fræðsluráð - 200, frá 11.01.2016

Málsnúmer 1512010

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 276. fundur - 19.01.2016

  • Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi starfshóps um skólastarf í Árskógi og kostnaðaráætlun vegna vinnu starfshópsins. Fræðsluráð - 200 Gunnþór kom inn á fundinn 8:25
    Fræðsluráð samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

    Fræðsluráð leggur til að upplýsingar varðandi vinnuhópinn verði settar á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Jafnframt óskar fræðsluráð eftir aukafjárveitingu við byggðaráð Dalvíkurbyggðar að upphæð 330.000 króna vegna áætlaðs kostnaðar við vinnu starfshópsins. Er því vísað á lið 04-24.
  • Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri Krílakots og Kátakots, Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla og Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla gerðu grein fyrir stöðu innleiðingar Skólastefnu Dalvíkurbyggðar í sínum skólum. Staðan í Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar verður tekin á næsta fundi ráðsins. Með fundarboði fylgdu upplýsingar um gang innleiðingar hvers skóla. Fræðsluráð - 200 Fræðsluráð þakkar skólunum fyrir gott starf, skólastjórunum fyrir upplýsingarnar og hvetur skólana til áframhaldandi innleiðingar.
  • .3 201503209 Námsárangur
    Með fundarboði fylgdu fundargerðir 12. og 13. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 200 Gísli Bjarnason skólastjóri fór yfir helstu verkefni hópsins en næsti fundur hópsins er í dag.

    Fræðsluráð þakkar kærlega fyrir upplýsingarnar.
  • Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir fjölda leyfisveitinga í Dalvíkurskóla á þessu skólaári og hvernig hefur gengið að framfylgja gildandi reglum þar um. Fræðsluráð - 200 Fræðsluráð óskar eftir nánari upplýsingar um leyfisveitingar haustsins og verður það tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.
  • .5 201601016 Önnur mál
    Hildur Ösp Gylfadóttir fráfarandi sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar fór yfir það helsta sem er á döfinni og huga þarf að á næstu mánuðum varðandi fræðslumálin í Dalvíkurbyggð. Fræðsluráð - 200 Fræðsluráð þakkar Hildi Ösp fyrir upplýsingarnar og ítrekar þakkir sínar til hennar fyrir vel unnin störf í þágu fræðslumála í Dalvíkurbyggð á undanförnum árum. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.