Samningsdrög um orkumælar

Málsnúmer 1107001

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 221. fundur - 01.02.2012

Fyrir fundinum liggja drög að samningi um mælaleigu, þjónustu og notkunarmælingar orkusölumæla. Hitaveita Dalvíkur leigir orkusölumæla, tæki til aflestrar á þeim svo og kaupir þjónustu við umbreytingu aflestra til innsetningar í reikningakerfi hitaveitunnar. Verksali ber ábyrgð á og tryggir að orkumælarnir uppfylli lög og reglugerðir um mælitæki á hverjum tíma. Ekki er reiknað með að um kostnaðaraukningu verði að ræða fyrir viðskiptavini Hitaveitu Dalvíkur vegna þessa samnings.
Umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að meðfylgjandi samningur verði samþykktur.