Umsóknir í Afreks- og styrktarsjóð 2011

Málsnúmer 1106008

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 32. fundur - 29.12.2011

&a) Tekin var fyrir umsókn frá Ásu Fönn Friðbjörnsdóttur vegna Skólahreysti.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.

 

b) Tekin var fyrir umsókn frá Golfklúbbinum Hamri vegna æfingaferðar stúlknasveitar til Spánar en sveitin varð Íslandsmeistari í sveitakeppni 15 ára og yngri á árinu.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar umsókninni en veitir sveitinni viðurkenningu fyrir góðan árangur á Íslandsmóti að upphæð 100.000 kr. og er því vísað á lið 06-80-9110.

 

c) Tekin var fyrir umsókn frá Fimleikadeild UMFS til kaupa á loftdýnu.

 

Íþrótta- og æskulýðsráð getur ekki styrkt dýnukaup þar sem það uppfyllir ekki reglur sjóðsins en veitir félaginu fjárstyrk að upphæð 100.000 kr. vegna öflugs barna- og unglingastarfs og vísar því á lið 06-80-9110.