Mannauðsstefna

Mannauðsstefna Dalvíkurbyggðar nær til allra þeirra sem ráðnir eru til starfa hjá sveitarfélaginu, stofnunum þess og fyrirtækjum. Markmiðið með stefnunni er að tekið sé faglega og samræmt á starfsmannamálum hjá sveitarfélaginu og þar þróist og ríki fagþekking, verkkunnátta og starfsánægja. Jafnframt er tilgangur og markmið með mannauðsstefnunni að gæta hagsmuna starfsmanna og vinnuveitanda.

Dalvíkurbyggð einsetur sér að vera faglegur og uppbyggjandi vinnuveitadi, að vera leiðandi og drífandi, en að sama skapi að gera kröfur til starfsmanna.

Með mannauðsstefnu sveitarfélagsins er það undirstrikað að starfsmenn Dalvíkurbyggðar eru ein heild óháð staðsetningu á vinnustöðum sveitarfélagsins. Efla skal samstarf og einurð á milli eininga.

Mannauðsstefnan á að vera virk og henni fylgt eftir. Mannauðsstefnu sveitarfélagsins skal endurskoða reglulega og eigi sjaldnar en á 4 ára fresti og gera þá á henni úrbætur ef ástæða þykir til. Hver vinnustaður sveitarfélagsins þarf að setja sér tíma- og verkáætlun um innleiðingu.

Hér fyrir neðan er að finna Mannauðstefnu Dalvíkurbyggðar í heild sinni ásamt starfsmannahandbók en hvoru tveggja var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 25. nóvember 2014.

Mannauðsstefna

Mannauðsstefna Dalvíkurbyggðar (pdf)

Velferðarstefna

Velferðarstefna Dalvíkurbyggðar (pdf)

 

Starfsmannahandbók