Sprengidagur

Sprengidagur

Sprengidagur eða sprengikvöld er þriðjudagur í föstuinngangi fyrir lönguföstu, 7 vikum fyrir páska og getur borið upp á 3. febrúar til 9. mars. Elsta heimild um hið íslenska heiti dagsins tengist matarveislu fyrir föstuna. Er það í íslensk-latnesku orðasafni Jóns Ólafssonar Grunnvíkings frá því kringum 1735. Þar segir hann Sprengikvöld þýða orðrétt kvöld sprengingar, það er kvöld miklifenglegrar átveislu með allskonar meðlæti en nefnir einnig að þetta sé sveitamál.