Guðni Már Henningsson sýnir í Bergi

Guðni Már Henningsson sýnir nú í annað sinn í Bergi. Hann hefur helst unnið það sér til frægðar að hafa starfað á Rás 2 sem dagskrárgerðarmaður en hann málar í frístundum. Guðni Már leitar í tónlistina í verkum sínum enda hefur hann stjórnað fjöldamörgum tónlistarþáttum í útvarpinu í gegnum árin. 

Öll verkin á sýningunni eru til sölu og hverju verki fylgja geisladiskar og bók sem Guðni hefur gefið út meðan birgðir endast. Bókina og geisladiskana er líka hægt að kaupa sér.