Fjölskyldutríóið Elvý, Birkir Blær og Eyþór Ingi ferðast um Norðausturland og halda 10 tónleika á nokkrum vikum.
Á efnisskránni eru hugljúf lög úr mörgum áttum sem eiga það sameiginlegt að fjalla á einn eða annan hátt um liti. Liti í kring um okkur, litrík samskipti fólks sem og litróf tilfinninganna.
Þrjár meginstefnur einkenna lagavalið hjá okkur:
Vísna- og þjóðlög frá Norðurlöndunum og Ameríku
Djassskotin sönglög úr ýmsum áttum
Lágstemmd poppmúsík
Flestir textar eru upprunalegir, en við höfum líka fengið nýjar þýðingar við sum laganna og frumsamda texta við önnur.
Við erum:
Elvý G. Hreinsdóttir: Söngur og raddir
Birkir Blær Óðinsson: Söngur, gítar, slagverk og raddir
Eyþór Ingi Jónsson: Píanó, orgel, harmonikka, slagverk og raddir.
Miðaverð 2500 kr
Uppbyggingarsjóður Norðurlands Eystra styrkir verkefnið