Draumabláir páskar

 

Draumabláir páskar er útivistar- og menningarhátíð sem haldin er í Dalvíkurbyggð um páskana.

Þar verða viðburðir við allra hæfi svo dagskráin um páskana verði sem fjölbreyttust. 
Dagskráin fyrir hvern dag uppfærist um leið og viðburðir eru staðfestir - svo við hvetjum alla til að fylgjast vel með þessari síðu á næstunni!

Draumabláir páskar
DAGSKRÁ

 

Skírdagur 6. apríl
Skíðasvæði Dalvíkur
- opið frá 10:00 - 16:00 
Skíðasvæð Dalvíkur - Skíðakvöld 18+ frá 20:00 - 22:00 - Eldstæði, tónlist og kósý
Bókasafn - Lokað en útbúið verður lítið barnahorn fyrir framan safnið svo gestir kaffihúss geti nýtt sér það
Menningarhúsið Berg - opið frá 11:30 - 17:00 - Böggvisbrauð Café sér um kaffihús í umboði Menningarfélagsins - Léttur hádegisverður, gott kaffi, brauð og sætir bitar. Hádegismatur frá kl. 12:00. 
Von - Myndlistarsýning Rúnu Kristínar Sigurðardóttur i sal Menningarhússins.
Íþróttamiðstöðin á Dalvík - Opið frá 10:00 - 18:00
Hóllinn á Norður - Opið frá 11:30 - 00:00 - Tælenskur matur, hamborgarar, bátar og fl.

Föstudagurinn langi 7. apríl
Skíðasvæði Dalvíkur
- opið frá 10:00 - 16:00 - 80's klæðnaður, verðlaun fyrir besta gallann. Tónlist, samhliðasvig fyrir alla
Bókasafn - Lokað en útbúið verður lítið barnahorn fyrir framan safnið svo gestir kaffihúss geti nýtt sér það
Menningarhúsið Berg - opið frá 11:30 - 17:00 - Böggvisbrauð Café sér um kaffihús í umboði Menningarfélagsins - Léttur hádegisverður, gott kaffi, brauð og sætir bitar. Hádegismatur frá kl. 12:00.
Von - Myndlistarsýning Rúnu Kristínar Sigurðardóttur i sal Menningarhússins.
Gísli, Eiríkur, Helgi kaffihús  - TónlistarBingó með Fanney Birtu frá kl. 20:30 - 23:30
Íþróttamiðstöðin á Dalvík - Opið frá 10:00 - 18:00
Hóllinn á Norður - Opið frá 11:30 - 00:00 - Tælenskur matur, hamborgarar, bátar og fl. Fimm rétta hlaðborð frá kl. 17:30 - 21:00

Laugardagur 8. apríl 
Skíðasvæði Dalvíkur - opið frá 10:00 - 16:00 -  Páskaeggjaleit fyrir börnin kl. 11:00, þrautabraut og heitt kakó kl. 14:00
Bókasafn - opið frá 13:00 - 16:00 - Skrímslasmiðja frá 13:15 - 14:30 - sjá nánari upplýsingar á Facebook-síðu bókasafnsins.
Menningarhúsið Berg - opið frá 11:30 - 17:00 - Böggvisbrauð Café sér um kaffihús í umboði Menningarfélagsins - Léttur hádegisverður, gott kaffi, brauð og sætir bitar. Hádegismatur frá kl. 12:00
Menningarhúsið Berg - Lifandi tónlist frá kl. 20:00 - 21:00. Enginn aðgangseyrir (frjáls framlög). Ludvig Kári Forberg spilar ljúfa jazztóna milli á víbrafon.
Von - Myndlistarsýning Rúnu Kristínar Sigurðardóttur i sal Menningarhússins.
Íþróttamiðstöðin á Dalvík - Opið frá 10:00 - 18:00
Hóllinn á Norður - Opið frá 11:30 - 00:00 - Tælenskur matur, hamborgarar, bátar og fl. Fimm rétta hlaðborð frá kl. 17:30 - 21:00

Páskadagur 9. apríl  
Skíðasvæði Dalvíkur - opið 10:00 - 16:00 - Páskaeggjamót fyrir alla 7 ára og yngri kl. 10:00. Tónlist og gott veður.
Bókasafn - Lokað en útbúið verður lítið barnahorn fyrir framan safnið svo gestir kaffihúss geti nýtt sér það
Menningarhúsið Berg - opið frá 11:30 - 17:00 - Böggvisbrauð Café sér um kaffihús í umboði Menningarfélagsins - Léttur hádegisverður, gott kaffi, brauð og sætir bitar. Hádegismatur frá kl. 12:00.
Von - Myndlistarsýning Rúnu Kristínar Sigurðardóttur i sal Menningarhússins.
Menningarhúsið Berg - Hugguleg stemning fram eftir kvöldi. Enginn aðgangseyrir.
 
Íþróttamiðstöðin á Dalvík - Opið frá 10:00 - 18:00

Annar í páskum 10. apríl 
Skíðasvæði Dalvíkur - opið frá 10:00 - 16:00 - Firmamót kl. 10:00. Tónlist, pylsur í boði
Bókasafn - lokað
Menningarhúsið Berg - lokað
Íþróttamiðstöðin á Dalvík - Opið frá 10:00 - 18:00

 

ATHYGLI er vakin á því að þetta er líklega hvergi nærri tæmandi dagskrá yfir það sem verður í boði í Dalvíkurbyggð
en við munum bæta inn í dagskrána um leið og upplýsingar um frekari viðburði berast!

_____________________________________

Undanfarin ár hafa aðstæður á Skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um páskana verið frábærar. Svæðið er í göngufæri frá bænum. Þar eru tvær lyftur og afar fjölbreyttar brekkur. Þar er einnig snjóframleiðsla og sökum þess hversu lágt skíðabrekkurnar liggja viðrar oft betur til skíðaiðkunar þar og svæðið er með fleiri opnunardagar heldur en á svæði sem liggja hærra. Hægt er að leigja búnað fyrir skíðaiðkun á svæðinu.

Undanfarin ár hefur einnig verið lagður mikill metnaður í að troða göngubrautir um allt í sveitarfélaginu og um páskana er gert ráð fyrir (ef færð leyfir) að troða brautir frá fjalli og alveg niðurúr svo fólk geti rennt sér beint í drykki og annað gúmmelaði.

Sundlaugin á Dalvík verður opin alla páskana á milli 10.00-18.00 - Þangað er tilvalið að skella sér og púla aðeins í ræktinni , synda eða slappa af í heitu pottunum.
Úr sundlauginni er dásamlegt útsýni inn í Svarfaðardal og upp til fjalla. Hver veit nema veðrið bjóði upp á að taka kaffibollann í heita pottinum?

Við viljum minna á að margir gistimöguleikar eru fyrir hendi í Dalvíkurbyggð og allskonar afþreying er í boði en yfirlit yfir það má finna hér.
Upplifðu kyrrð og ró í faðmi fjallanna með uppáhalds fólkinu þínu um páskana.

Athugið að því miður verður ekki opið á Byggðasafninu Hvoli yfir páskana þar sem unnið er í viðhaldi á húsinu þessa stundina. Biðjumst innilegrar velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að valda.

Sjáumst á Draumabláum páskum í Dalvíkurbyggð!