Umhverfis- og tæknisvið

Umhverfis- og tæknisvið annast byggingarmál, skipulagsmál, brunavarnir og brunamál, almannavarnir og umferðarmál auk umhverfismála og náttúruverndarmála skv. lögum og reglugerðum þar um. Stjórn og eftirlit með gæludýra- og búfjárhaldi, framkvæmd fjallskila, afréttarmála, hagagöngu, forðagæslu, eyðingu refa, minka- og vargfugls og sjúkdómavarnir tilheyra þessu sviði ásamt öðrum þeim verkefnum sem umhverfisráði og landbúnaðarráði eru falin með erindisbréfi.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gegnir jafnfram stöðu byggingarfulltrúa og veitir byggingarleyfi í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Telji byggingarfulltrúi að erindi sé bersýnilega í ósamræmi við skipulagsáætlanir, skipulagsskilmála og/eða byggingarreglugerð eða óvissu ríkja um hvort uppfyllt sé ákvæði laga, reglugerða og samþykkta, skal hann vísa málinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar, sem fjallar þá um byggingaráformin í samræmi við 11. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs er Þorsteinn Björnsson, hann er með netfangið steini@dalvikurbyggd.is. Einnig er hægt að ná á honum í síma 460 4900.