Öryggisgæsla-öryggisvist

Málsnúmer 202009132

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 243. fundur - 29.09.2020

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 23.09.2020 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar kemur fram að í félagsmálaráðuneytinu er að störfum hópur sem vinnur að því að setja skýra stefnu og verklag um framkæmd öryggisúrræða fyrir sérstaka tilgreinda hópa til að tryggja að þeir einstaklingar sem eru í brýnni þörf fyrir öryggisúrræði fái úrlausn í samræmi við þjónustuþörf eins fljótt og verða má. Einnig er verið að vinna að breytingu laga og setja sérstök lög um öryggisgæslu. Óskað var upplýsinga um fjölda einstaklinga á okkar svæði sem þar flokkast undir. Félagsmálastjóri hefur þegar svarað erindinu.
Lagt fram til kynningar.