Frá Dalvíkurskóla; Ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 og heimild til kaupa á leiktæki á skólalóð Dalvíkurskóla.

Málsnúmer 201405137

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 699. fundur - 22.05.2014

Tekið fyrir erindi frá starfandi skólastjóra Dalvíkurskóla, bréf dagsett þann 19. maí 2014, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 að upphæð kr. 2.013.574 og heimild til kaupa á leiktæki á skólalóð Dalvíkurskóla. Um er að ræða nýtt tæki, klifurgrind, í stað eldra, svokallður belgur, sem þurfti að fjarlægja haustið 2013 vegna slysahættu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2015-2018 og felur jafnframt umhverfisstjóra að taka saman greinargerð um stöðu mála hvað varðar leikvelli og leiktæki almennt á ábyrgð sveitarfélagsins en nýlega fór fram aðalskoðun á leikvöllum og leiktækjum. Þannig væri hægt að skoða forgangsröðun á hvernig leiktæki á að kaupa og staðsetning þeirra.