Kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar þann 31. maí 2014.

Málsnúmer 201405136

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 699. fundur - 22.05.2014


Á 258. fundi sveitarstjórnar þann 15. apríl 2014 var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga:

Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að ganga frá kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar sem fram fara þann 31. maí 2014. Jafnframt veitir sveitarstjórn byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár sbr. ákv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5. frá 6. mars 1998 með síðari breytingum.

Á fundinum var lögð fram kjörskrá vegna kosninga til sveitarstjórnar þann 31. maí 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum framlagða kjörskrá og felur sveitarstjóra að undirrita hana.