Gámar, gjaldskrá fyrir stöðuleyfi

Málsnúmer 201206013

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 0. fundur - 13.06.2012

Í byggingarreglugerð nr. 112/2012 kafla 2.6. er fjallað um stöðuleyfi og fyrir hverju þar þarf að sækja um slíkt leyfi. Í 51. gr. laga um mannvirki nr. 126/2011 er fjallað um heimild til sveitarstjórna að setja gjaldskrá um sama efni.
Umhvefisráð hefur skoðað gjaldskrá Hafnastjórnar Dalvíkurbyggðar og leggur til við bæjarstjórn að stöðuleyfi fyrir geymslugáma í Dalvíkurbyggð skulu taka mið af henni þ.e.a.s. að ársgjaldi fyrir 20 feta gám yrði kr. 12.000,- og fyrir 40 feta gám yrði það kr. 24.000,-.Framangreind gjaldskrá tekur gildi frá og með 1. júlí 2012.