Vetrarfrí

Vetrarfrí

Á mánudaginn opnuðu nemendur 5. bekkjar Bollubúð og afgreiddu háa sem lága um bollur en á þriðjudaginn borðuðu allir á sig gat með saltkjöti og baunum. Í dag fóru nemendur grunnskólastigs með kennurum sínum til Dalvíkur að syngja fyrir Dalvíkinga á meðan nemendur leikskólastigs slógu köttinn úr tunn…
Lesa fréttina Vetrarfrí

Marsmánuður

Nýtt fréttabréf marsmánaðar má finna á slóðinni  https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Arskogarskoli/Frettabref/2019/frettabref-mars_2019.pdf Bestu kveðjur frá stjórnendum
Lesa fréttina Marsmánuður
Vilhjálmur Bragason í heimsókn

Vilhjálmur Bragason í heimsókn

Æfingar fyrir árshátíðina, sem verður haldin 4. apríl, eru nú þegar hafnar og sú vinna er farin að setja svip sinn á skólastarfið. Sem liður í undirbúningnum kom til okkar í dag góður gestur, Vilhjálmur Bergmann Bragason. Hann ásamt Sesselíu Ólafsdóttur mynda gríndúettinn Vandræðaskáld en þau hafa v…
Lesa fréttina Vilhjálmur Bragason í heimsókn

Skíðadagur

Skíðadagur grunnskólastigs er áætlaður þriðjudaginn 12. febrúar með fyrirvara um að bæði veður og skíðafæri leyfi þennan dag. Ef ekki gefst færi þann dag verður annar dagur fyrir valinu sem fyrst. Börnin taka með sér sín eigin skíði/bretti en annars geta nemendur fengið skíði á staðnum. Skólinn sten…
Lesa fréttina Skíðadagur

Skipulagsdagur

Skipulagsdagur Árskógarskóla verður mánudaginn 11. febrúar en þá er skólinn lokaður á meðan starfsfólk sinnir endurmenntun og undirbúningi fyrir nám og kennslu barnanna.  
Lesa fréttina Skipulagsdagur
Dagur leikskólans 2019

Dagur leikskólans 2019

Kötlukot bauð foreldrum og öllum á grunnskólastigi í morgunmat í tilefni dagsins í dag. Í dag 6 .febrúar höldum við uppá dag leikskólans og til að gera okkur glaðan dag og minna á hvað leikskólinn er frábær þá höfðum við brauðbollur og ýmislegt gott álegg í boði. Einnig sáum við um gæðastund dagsins…
Lesa fréttina Dagur leikskólans 2019
Dagur leikskólans

Dagur leikskólans

Miðvikudaginn 6. febrúar verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. Þessi dagur er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Í tilefni dagsins ætlum við að bjóða foreldrum, nemendum og kennurum að ko…
Lesa fréttina Dagur leikskólans
Sögugerð

Sögugerð

Nemendur í 1.-3. bekk unnu með Sögugrunninn í ritunarvinnu á dögunum. Í Gæðastund í vikunni lásu nemendurnir upp sögur eftir sig þar sem komu fram margar litríkar persónur sem lentu í miklum ævintýrum. Útkoman varð skemmtileg og fjölbreytt og það skein í gegn að ímyndunarafl nemenda fékk að njóta sí…
Lesa fréttina Sögugerð
Útiskólafréttir

Útiskólafréttir

Inn í útiskólakennslu fléttast margar námsgreinar, ekki síst náttúru- og samfélagsfræðigreinar. Á síðasta útiskóladegi fundu börnin mús og náðu að fanga hana. Þá gafst tækifæri til að fræðast um lifnaðarhætti músa á Íslandi. Að því loknu var fanganum sleppt frjálsum út í náttúruna.  
Lesa fréttina Útiskólafréttir
Alda Rós byrjuð á Kötlukoti

Alda Rós byrjuð á Kötlukoti

Þann 17. janúar rann út umsóknarfrestur um auglýsta stöðu stuðningsfulltrúa við Kötlukot í Árskógarskóla. Alda Rós Ágústsdóttir hefur verið ráðin og hóf hún störf á mánudaginn 21. janúar. Við bjóðum hana velkomna til starfa.
Lesa fréttina Alda Rós byrjuð á Kötlukoti
Grænfánamarkmið rædd

Grænfánamarkmið rædd

Í dag hittust nemendur og kennarar skólans til að ræða hver markmið Grænfánaverkefna annarinnar væru. Hvert stig (leikskólastig, yngsta stig og miðstig) kynntu þau markmið sem nemendur höfðu sett sér fram að skólalokun, vorið 2019. 
Lesa fréttina Grænfánamarkmið rædd

Skóla aflýst

Vegna veðurs og slæmrar veðurspár fram eftir degi fellur allt skólahald niður í Árskógarskóla.
Lesa fréttina Skóla aflýst