Miðvikudaginn 30. september 2015 var haldið skólaþing nemenda og starfsfólks um grunnþáttinn læsi. Nemendur á leik- og grunnskólastigi sýndu afrakstur læsisvinnu á fjölbreyttan hátt, Oddur Bjarni prestur,leikari ofl. kom í heimsókn og sagði nemendum frá ýmsum þáttum í hans lífi og annarra þar sem lestur og læsi skipta miklu máli. Sem sagt fjölbreytt og skemmtilegt, fræðandi skólaþing um lestur og læsi.

Læsi Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á (Aðalnámskrár leik,- grunn og framhaldsskóla, 2011).

Í Árskógarskóla fléttast læsi í allt nám og leik, meðal annars með:

  • Aðferðum Leikskóla- og Byrjendalæsis
  • Útikennslu þar sem lögð er áhersla á að kenna börnum að vera læs á umhverfi sitt, lesa í náttúruna t.d. árstíðir og veðurfar
  • Uppbyggingaraðferðum þar sem við kennum börnum læsi á eigin líðan og tilfinningar annarra til að efla góð samskipti
  • Áherslu á góð samskipti og samvinnu og að vera læs á líðan og tilfinningar annarra (samskiptalæsi)
  • Áherslu á læsi auglýsinga hjá eldri nemendum, að þeir læri að horfa með gagnrýnum augum, átti sig á tilgangi, merkingu og meiningu þeirra (fjölmiðlalæsi)
  • Áherslu á ritunarþáttinn þar sem ritun og lestur eru órjúfanlegir þættir. Ritað mál er sýnilegt í umhverfinu.
  • Upplýsingatæknikennslu
  • Góðu aðgengi bóka og að bóklestur sé hluti af daglegu starfi
  • Tónlistarlæsi, nemendur hlusta á fjölbreytta tónlist og læra að túlka hana, kynnast hljóðfærum
  • Myndlæsi, nemendur túlka myndirnar sínar og annarra og kynnast ólíkum efnivið til sköpunar

Smá gjöf til foreldra um lestur og læsi afhent í lok skólaþings

Þjóðarsáttmáli um læsi 2015