Mat á starfi skólans

Samkvæmt lögum um leikskóla 90/2008 og grunnskóla 91/2008 er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs hvers skóla. Með innra mati er átt við sjálfsmat skólans sem er unnið af starfólki. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi skóla sem unnin er af utanaðkomandi aðilum s.s sveitarfélögum og/eða menntamálaráðuneyti.

 
Innra mat á árangri og gæðum Innra mat á að veita upplýsingar um starfshætti skólans, stuðla að auknum gæðum, umbótum og þróunar á starfi hans. Innra mat er samofið daglegu starfi skóla og er m.a. til þess að efla þekkingu, hæfni og ígrundun á starfinu og til að auka vitund starfsfólks um ábyrgð. Lýðræðisleg vinnubrögð við innra mat þar sem tekið er tillit til sjónarmiða þeirra sem koma að skólastarfinu stuðla að auknum gæðum í starfinu. Kennarar, foreldrar og börn eru mikilvægustu þátttakendurnir. Kennarar skipuleggja og framkvæma innra mat en skólastjóri ber ábyrgð á framkvæmd þess og fylgir eftir umbótum (Aðalnámskrá, almennur hluti, 2011).
Leiðir: Sjálfsmat nemenda og starfsfólks, könnun á líðan, þroskapróf, samræmd próf, viðhorf foreldra, Skólapúlsinn og fleira.
Mat: Starf skólans er metið reglulega allt árið. Stjórnendur, starfsfólk, skólaráð og stjórn foreldrafélagsins meta skólastarfið m.a. út frá niðurstöðum innra mats á sameiginlegum fundum að hausti og vori og koma með tillögur að úrbótum. Stjórnendur og starfsfólk funda reglulega eins og þörf krefur til að meta niðurstöður innra mats og vinna í framhaldinu að tillögum til úrbóta fyrir einstaklinga og hópa eða benda öðrum á hvað má læra af góðum árangri skólans. Niðurstöður innra mats skal nýta til jákvæðrar þróunar skólans og koma leiðir til úrbóta fram í úrbótaáætlun eftir samráð starfsfólks og skóla- og foreldraráðs.
Ytra mat Fræðsluráð skal hafa eftirlit með því að starfsemi skólans samræmist lögum um leik- og grunnskóla og aðalnámskrám skólastiganna. Ráðið metur skólastarfið með tilliti til aðstæðna og sérstöðu hvers skóla. Mennta– og menningarmálaráðuneytið ber ábyrgð á að sveitarfélög uppfylli þær skyldur sem reglugerðir, lög og aðalnámskrár kveða á um (Aðalnámskrá, almennur hluti, 2011).