Eineltisteymi

Einelti er þegar einstaklingur verður endurtekið á ákveðnu tímabili fyrir aðkasti frá einum eða fleiri aðilum.

  • Markmið skólans er að halda uppi öflugu forvarnarstarfi og hafa skilvirka áætlun um samræmd viðbrögð við einelti.
  • Með því að styrkja samvinnu milli nemenda annars vegar og milli nemenda og starfsfólks hins vegar minnkum við líkurnar á einelti.
  • Í okkar skóla koma allir öllum við, því gerum við athugasemdir við óásættanlega hegðun.
  • Einelti og annað ofbeldi andlegt og líkamlegt er ekki liðið í Árskógarskóla.

Nemendaverndarráð gegnir hlutverki eineltisteymis skólans og í því sitja skólastjórnendur, skólahjúkrunarfræðingur og fulltrúar frá fræðslu- og félagsmálasviði Dalvíkurbyggðar auk viðkomandi umsjónarkennara/hópstjóra þegar fundað er um eineltismál. 

Ef grunur er um einelti eða annað ofbeldi skal ákveðnu ferli fylgt. Eineltisáætlun Árskógarskóla

Hlutverk teymisins er að sjá til þess í samvinnu við kennara að í skólanum sé virk fræðsla og forvarnir gegn einelti. Að unnin sé aðgerðaráætlun eineltisteymis fyrir hvern vetur þar sem kemur fram hvernig staðið er að fræðslu og nemendum gert ljóst hvaða leiðir eru færar til að vinna gegn einelti og hvernig má láta vita ef grunur er um einelti.

Fái eineltisteymi beiðni um aðstoð vegna eineltismála skal teymið vinna samkvæmt eineltisáætlun skólans.

Skólastjóri er leiðtogi teymisins og boðar fundi þess.

Skráningarblöð til útprentunar ef grunur er um einelti.