Ráðið í stöður umsjónarkennara

Ráðið í stöður umsjónarkennara

Framlengdur frestur um stöðu umsjónarkennara rann út 7. maí sl. Alls bárust átta umsóknir um stöðuna en tvær voru dregnar til baka. Af þeim sem sóttu um voru eftirtaldar ráðnar:

Guðrún Ásta Þrastardóttir framhaldsskólakennari. Hún hefur starfað í vetur sem umsjónarkennari miðstigs í Árskógarskóla og var ráðin sem umsjónarkennari á miðstigi.

Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun, sem lýkur mastersnámi í grunnskólakennarafræðum í vor. Hún var ráðin í umsjónarkennslu yngsta stigs.