Skólareglur

Skólareglur Árskógarskóla 2023-2024

Nemandi:

  • Sýnir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu virðingu og tillitssemi
  • Mætir á réttum tíma í kennslustundir með viðeigandi námsgögn
  • Sinnir námi sínu af áhuga og metnaði
  • Hefur stjórn á eigin hegðun, bæði orðum og gjörðum
  • Virðir eigur skólans og annarra
  • Hlýðir fyrirmælum starfsfólks
  • Er virkur og ábyrgur í námi og starfi
  • Skapar og virðir góðan vinnufrið
  • Geymir síma og önnur raftæki heima og notar þau ekki á skólatíma

Skólareglur gilda í öllu skólastarfi, í skólahúsinu, félagsheimili, skólalóðinni, skólabílnum, Dalvíkurskóla, Íþróttarmiðstöð og í öllum ferðum á vegum skólans.

Skólareglur, viðurlög og ferli við brotum á þeim eru samin með hliðsjón af lögum um grunnskóla nr. 91/2008 en þar segir í upphafi 14. greina. Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengisreglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.

Skýr mörk - ófrávíkjanlegar reglur

  • Ófrávíkjanlegar reglur (lögbrot) eru:
    • Líkamlegt og andlegt ofbeldi.
    • Vísvitandi skemmdarverk.
    • Notkun barefla og annarra vopna.
    • Ógnanir eða ögranir við starfsmenn og nemendur skólans.
    • Notkun vímugjafa.

Ef barn brýtur ófrávíkjanlega reglu er óskað eftir að foreldri sæki barnið þar sem stjórnandi fer yfir málið og barnið fer heim í fylgd foreldris.