Skólareglur Árskógarskóla

 • Við sýnum hvert öðru og umhverfinu virðingu og tillitssemi.
 • Við erum kurteis, hjálpsöm og vinnum saman.
 • Við förum eftir fyrirmælum starfsfólks.
 • Við mætum stundvíslega í skólann með viðeigandi námsgögn.
 • Við göngum í skólanum og notum inniröddina.
 • Við förum vel með eigur skólans og annarra.
 • Við geymum síma og önnur raftæki heima eða í tösku og notum þau ekki nema með leyfi. Mynd- og hljóðupptökur eru óheimilar nema með leyfi starfsfólks.
 • Við komum ekki með gos, snakk og sælgæti í skólann.
 • Við þolum ekkert ofbeldi, stríðni né einelti.
 • Reykingar og notkun annarra vímuefna er óheimil í skólanum og á skólalóð.
 • Nemendum er ekki heimilt að yfirgefa skólalóðina nema með leyfi starfsmanns. 

Skólareglur gilda í öllu skólastarfi, í skólahúsinu, félagsheimili, skólabílnum, skólalóðinni og í öllum ferðum á vegum skólans.

Skólareglur Árskógarskóla voru samþykktar af Skóla-foreldraráði þann 3. maí 2013

Hér má sjá nánar um skólareglur og ferli agamála

Hér til hægri eru ýmsar reglur og viðmið sem gott er að kynna sér.