Reglulega eru haldin skólaþing í Árskógarskóla þar sem nemendur koma með tillögur að betri skóla.  Markmiðið er að nemendur hafi áhrif á skólann á lýðræðislegan hátt og þær ákvarðanir sem eru teknar, enda mikilvægt að raddir nemenda og skoðanir séu virtar. Einn af grunnþáttum menntunar er einmitt Lýðræði og mannréttindi og skólaþing er haldið í þeim anda. Lýðræði snýst ekki um að sigra heldur um að taka þátt, það snýst ekki um samkeppni heldur um samvinnu. Og ef það á að vera réttlátt þá þurfa allir að hafa jafna möguleika til þátttöku þrátt fyrir að búa yfir misjöfnum burðum til þátttöku.