Iðjuþjálfi

Iðjuþjálfi hefur ekki fasta viðveru í Árskógarskóla. Valdís Guðbrandsdóttir iðjuþjálfi Dalvíkurskóla er til taks og er fengin að þeim málum sem heyra undir hennar svið. Þegar við á kemur hún að þjálfun nemenda og veitir starfsfólki ráðgjöf vegna áframhaldandi vinnu. Hægt er að setja sig í samband við Valdísi í gegnum netfangið valdis@dalvikurbyggd.is.

Helstu verkefni iðjuþjálfa:

Skipuleggur og sinnir þjálfun í samræmi við þarfir nemenda með og án sérþarfa við skólatengda iðju, athafnir daglegs lífs, skerta félagsfærni og hegðunarerfiðleika.

  • Hefur yfir að búa sértækri þekkingu á daglegri iðju, mati og greiningu á henni og úrræðum er varða skerta færni s.s. aðlögun á umhverfi/iðju.
  • Útbýr þjálfunargögn og aflar nýrra í samræmi við þarfir einstakra nemenda.
  • Starfar með og veitir ráðgjöf til starfsmanna og annarra fagaðila vegna nemenda sem eiga m.a. í erfiðleikum við skólatengda iðju, félagsfærni, hegðun og athafnir daglegs lífs.
  • Sinnir teymisstjórn yfir nemendum sem honum er falið af stoðteymi, skólastjóra.
  • Hefur yfirsýn og heldur utan um þætti sem varða velferð og hagsmuni nemenda með sérþarfir.
  • Skilgreinir færni nemenda við skólatengda iðju og leitar eftir sérfræðilegri greiningu innan sem utan skólans eftir þörfum.
  • Vinnur að skipulagi vegna þjálfunar, stuðnings og sérkennslu innan skólans og endurskoðar eftir þörfum í samvinnu við aðra fagmenn skólans.