Nemendaráð

Nemendafélag Árskógarskóla, skammstafað N.Á. var stofnað 27. september 2012.

Veturinn 2019-2020

Formaður: Bríet og Magnea

Skemmtinefnd :  Eyþór, Gabríel og Ísadóra. 

Starfsreglur nemendaráðs

Lög Nemendafélags Árskógarskóla / starfsreglur nemendaráðs

1.     Félagið heitir Nemendafélag Árskógarskóla, skammstafað N.Á.

2.     Tilgangur N.Á. er að efla félagslegan áhuga nemenda, stuðla að félagsstarfi í skólanum og standa vörð um hagsmuni og velferð allra nemenda skólans.

3.     Í upphafi hvers skólaárs er kosið nemendaráð sem gegnir jafnframt hlutverki stjórnar N.Á. út skólaárið. Í nemendaráði skulu sitja 6 fulltrúar og 2 til vara eða þeir sem næst flest atkvæði hljóta. Þessir nemendur koma úr elsta samkennsluhópi Árskógarskóla. Kosning fulltrúa í nemendaráði skal fara þannig fram að auglýst er eftir framboðum og að liðnum framboðsfresti er síðan útbúinn kjörseðill sem nemendur merkja svo við. Allir nemendur í 1.-7. bekk kjósa fulltrúa í nemendaráð vetrarins. (Breytt á kjörfundi í september 2018 og breytingin tók gildi þegar í stað.  Sá fulltrúi sem flest atkvæði hlýtur er formaður ráðsins, sá sem fær næst flest atkvæði varaformaður. Formaður nemendaráðs er jafnframt fulltrúi nemenda í skóla- foreldraráði.

5.     Allir nemendur skólans eru félagar í N.Á. Nemendaráð f.h. Nemendafélagsins getur staðið fyrir atburðum og uppákomum til fjáröflunar. Ágóða sem verður til við slíkan rekstur skal fyrst og fremst varið til niðurgreiðslu á kostnaði vegna ferðalaga nemenda.

6.     Nemendaráð er tengiliður nemenda við skólayfirvöld og hefur yfirumsjón með félagsstarfi við skólann. Nemendur geta snúið sér til fulltrúa í nemendaráði til að koma málum á framfæri við skólastjórnendur og/eða skóla-foreldraráð.

7.     Nemendaráð getur stofnsett nefndir til að annast ákveðin verkefni, t.d. ritnefnd, árshátíðarnefnd, sjoppunefnd og íþróttaráð. Nemendaráð tilnefnir formenn nefnda og velur fulltrúa í þær í samráði við nefndaformenn.

8.     Nemendaráð kemur að jafnaði saman til fundar þrisvar á önn. Fulltrúar bera upp mál til umfjöllunar. Einfaldur meirihluti nægir til þess að samþykkja mál innan nemendaráðs. Skólastjóri stýrir fundum og boðar þá í samráði við formann.