Góðverk í Árskógarskóla

Góðverk í Árskógarskóla

Við fengum skemmtilega heimsókn í vikunni. Vegna góðverkadags í Dalvíkurskóla fengum við fjóra nemendur þaðan í heimsókn. Þeir mokuðu snjó og tóku þátt í starfinu með okkar. Takk fyrir heimsóknina krakkar.  
Lesa fréttina Góðverk í Árskógarskóla

Skólahald fellur niður

Allt skólahald í Árskógarskóla fellur niður í dag vegna slæmrar færðar.
Lesa fréttina Skólahald fellur niður
Foreldratími

Foreldratími

Mánudaginn 2. des. verður foreldratími í zumba þar sem þá er síðasti tími Ingunnar hjá okkur í vetur. Ömmur, afar og systkini eru einnig velkomin. Tímar hvers stigs eru: 9:00-9:30 – 3-5 ára börn 9:30-10:10 – 1.-3. bekkur 10:10-10:50 – 4.-6. bekkur Hlökkum til að sjá ykkur
Lesa fréttina Foreldratími
Jólaföndur

Jólaföndur

Jólaföndur Árskógarskóla fer fram frá kl. 16:30 -19:00 í Árskógarskóla þriðjudaginn 4. des. Efni til föndurgerðar erselt á staðnum auk þess sem seldar eru veitingar. Enginn posi er á staðnum. Hver nemandi Árskógarskóla fær 500 kr. inneign sem getur gengið upp í föndurkostnað þeirra. Gott er að grípa…
Lesa fréttina Jólaföndur
Ævar vísindamaður í heimsókn

Ævar vísindamaður í heimsókn

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn. Ævar Þór Benediktsson kom og las upp úr nýjustu bók sinni "Þitt eigið tímaferðalag". Hann gaf sér einnig góðan tíma til að spjalla við börnin sem voru fjögurra ára og eldri nemendur skólans. Krakkarnir í 4.-6. bekk hafa undanfarnar vikur verið í lestrarátaki þa…
Lesa fréttina Ævar vísindamaður í heimsókn
Gjöf

Gjöf

Árskógarskóla barst í vikunni góð gjöf frá fyrirtæki Hauks Snorrasonar Samleið og þökkum við honum kærlega fyrir. Gjöfin saman stóð af boltum og míkrafóni með hátalara og er gjöfin strax kominn í notkun. Kærar þakkir fyrir okkur.
Lesa fréttina Gjöf
Ég er flottastur

Ég er flottastur

1.-3. bekkingar sýndu leikritið "Ég er flottastur" í Gæðastund í dag. Nemendurnir eru að ljúka við vinnu með bók með sama titli eftir Mario Ramos í Byrjendalæsisvinnu og ákváðu að vinna leikrit upp úr henni til að sýna á Gæðastund. Krakkarnir tóku allir þátt og sýndu mikla leiklistartakta. 
Lesa fréttina Ég er flottastur
Dalvíkurferð

Dalvíkurferð

Í dag lagði grunnskólastigið leið sína til Dalvíkur. Þar byrjuðu krakkarnir á að skoða gamla muni á Byggðasafni Dalvíkur og gengu síðan í menningarhúsið Berg þar sem þeir hlustuðu á Gunnar Helgason kynna nýjustu bók sína "Siggi sítróna". Að fyrirlestri loknum borðuðu nemendur í Bergi og dunduðu sér …
Lesa fréttina Dalvíkurferð
Hrekkjavökuball

Hrekkjavökuball

4.-6. bekkingar standa fyrir hrekkjavökuballi í kvöld í félagsheimilinu. Krakkarnir hafa verið duglegir að skreyta og skipuleggja leiki og hlakka mikið til að halda sitt fyrsta ball. 
Lesa fréttina Hrekkjavökuball
Zumba í Árskógarskóla

Zumba í Árskógarskóla

Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir danskennari kemur í Árskógarskóla á mánudögum fyrir áramót. Þá kennir hún þriggja ára og eldri nemendum Árskógarskóla hvernig á að dansa zumba. 
Lesa fréttina Zumba í Árskógarskóla
Baráttudagur gegn einelti

Baráttudagur gegn einelti

Í gær fluttu 4.-6. bekkingar leikrit á Gæðastund sem fjallaði um einelti. Flutningurinn tókst vel til og allir, ungir sem aldnir, fylgdust spenntir með. Í dag, á baráttudegi eineltis, mættu nemendur íklæddir grænum fötum sem tákn um það að þeir ætla að vanda sig við að koma fram eins og græni karlin…
Lesa fréttina Baráttudagur gegn einelti
Íris Hauksdóttir ráðin

Íris Hauksdóttir ráðin

Þann 11. september rann út umsóknarfrestur um auglýsta stöðu umsjónakennara við Árskógarskóla. Íris Hauksdóttir hefur verið ráðin í starfið og hóf hún störf 17. september. Við bjóðum hana velkomna til starfa.
Lesa fréttina Íris Hauksdóttir ráðin