Þroskaþjálfi

Arna Stefánsdóttir þroskaþjálfi Dalvíkurskóla hefur viðveru í Árskógarskóla á fimmtudögum frá 8 - 16. Þroskaþjálfi er samstarfsaðili kennara og annarra starfsmanna skólans eftir því sem við á. Hún vinnur með nemendum og veitir starfsfólki ráðgjöf um þau mál sem snúa að starfssviði þroskaþjálfa. Hægt er að vera í sambandi við Örnu í gegnum netfangið arna@dalvikurbyggd.is

Þroskaþjálfi vinnur m.a. að verkefnum á sviði valdeflingar, ráðgjafar, umönnunar, uppeldis,
fræðslu, leiðsagnar og stjórnunar með það að markmiði að auka lífsgæði og bæta
velferð fólks á heildrænan eða einstaklingsmiðaðan hátt óháð aldri og aðstæðum.