Sveitarstjórn getur ákveðið að skólaráð grunnskóla og foreldraráð leikskóla starfi sam­eigin­lega í einu ráði í samreknum leik- og grunnskóla, skv. 45. gr. laga um grunnskóla. Miða skal við að fulltrúar nemenda komi úr efstu bekkjum grunnskólans og að fulltrúar foreldra og kennara komi frá báðum skólastigum. Ákvæði þetta gildir einnig um skóla þar sem tvö eða fleiri sveitarfélög hafa samvinnu um rekstur hans, sbr. 1. mgr. 45. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla
------------------------------------------------------------------------------------------------------
Skóla- og foreldraráð Árskógarskóla er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags.
 
Í ráðinu skulu sitja:
 • skólastjóri sem boðar fundi og stýrir þeim
 • fulltrúi grunnskólakennara
 • fulltrúi leikskólakennara
 • fulltrúi annars starfsfólks
 • fulltrúi nemenda kemur úr 7. bekk
 • fulltrúi barna á leikskólaaldri (mögulega einnig fulltrúi grenndarsamfélags)
 • fulltrúi barna á grunnskólaaldri (mögulega einnig fulltrúi grenndarsamfélags)
 
Hlutverk skóla- og foreldraráðs:
 1. fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skóla­starfið,
 2. fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar,
 3. tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndar­samfélagið,
 4. fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda,
 5. fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum,
 6. fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, al­menn­um starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, mennta­mála­ráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað,
 7. tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitar­stjórnar.
 
Skóla- og foreldraráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
 
Skal kosning til skóla- og foreldraráðs fara fram í september (fyrst 2012) og kosið til tveggja ára. Fulltrúi nemenda er formaður nemendaráðs sem kosinn er ár hvert, kemur úr 7. bekk. Fundir eru að jafnaði þrisvar á vetri.

Veturinn 2018-2019 sitja í ráðinu:

Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri
Heike V. Kristínardóttir, fulltrúi grunnskólakennara
Gitta Unn Ármannsdóttir, fulltrúi leikskólakennara
Elín Lárusdóttir, fulltrúi annars starfsfólks
Z, fulltrúi nemenda (veturinn 2018-2019 er enginn nemandi í 7.b)
Sigríður Árnadóttir, fulltrúi foreldra barna á leikskólaaldri og grenndarsamfélags
Freydís Inga Bóasdóttir, fulltrúi foreldra barna á grunnskólaaldri