Mötuneyti

 Blágrýti ehf. á Dalvík sér um hádegismat í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla.

Daglega er boðið uppá hollan og góðan mat ásamt því að boðið er uppá ávexti og ferskt salat auk annars meðlætis. Sjá má á heimasíðu matseðil fyrir næstu sex vikurnar.

Skráning í skólamat, ávaxta- og mjólkuráskrift á grunnskólastigi er rafræn og er hægt að nálgast skráningarform á heimasíðu https://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/nam-kennsla/hadegismatur-og-mjolkuraskrift

Þegar búið er að fylla út formið er smellt á „skrá“ og er þá skráningu lokið. Frekari upplýsingar má sjá á skráningarformi.

Lykillinn að góðri þjónustu eru góð samskipti og við hvetjum því foreldra og nemendur að koma ábendingum og athugasemdum sem gætu bætt skólamatinn til Blágrýtis ehf. basaltbistro@gmail.com. Þannig getum við unnið saman að því að í skólanum sé boðið upp á hollan og góðan mat.