Litlu jólin

Litlu jólin

Litlu jól skólans hefjast kl. 9:00 í félagsheimilinu Árskógi 20. des. Nemendur troða upp og sýna fjölbreytt skemmtiatriði. Boðið verður upp á piparkökur sem nemendur hafa bakað og skreytt. Dansað verður í kringum jólatréð og jólaveinar kíkja í heimsókn. Foreldrar eru velkomnir.

Litlu jólunum lýkur kl. 10:45 en þá er heimferð með skólabíl (eða foreldrum) fyrir grunnskólastig en leikskólabörnin geta haldið yfir í skóla og klárað daginn þar. Eftir litlu jólin eru börn á grunnskólaaldri komin í jólafrí. Kötlukot er opið 21. desember en eftir þann dag er komið jólafrí.  Árskógarskóli er lokaður milli jóla og nýárs og opnar aftur fimmtudaginn 3. janúar 2018 samkvæmt stundakrá.