Vilhjálmur Bragason í heimsókn

Vilhjálmur Bragason í heimsókn

Æfingar fyrir árshátíðina, sem verður haldin 4. apríl, eru nú þegar hafnar og sú vinna er farin að setja svip sinn á skólastarfið. Sem liður í undirbúningnum kom til okkar í dag góður gestur, Vilhjálmur Bergmann Bragason. Hann ásamt Sesselíu Ólafsdóttur mynda gríndúettinn Vandræðaskáld en þau hafa verið töluvert áberandi sem skemmtikraftar á Norðurlandi síðustu ár. Vilhjálmur ræddi við börnin og leiðbeindi þeim um framsögn og framkomu á sviði.