Lið skólans vann sinn riðil í Skólahreysti

Lið skólans vann sinn riðil í Skólahreysti

Lið Dalvíkurskóla í Skólahreysti vann sinn riðil í gær og er komið í úrslitakeppnina sem haldin verður í Laugardalshöll 29. maí. Liðið skipa Máni, upphífingar og dýfur, Markús Máni, hraðabraut, Ása, armbeygjur og hreystigreip, Íris, hraðabraut, varamenn eru Allan og Gyða.
Lesa fréttina Lið skólans vann sinn riðil í Skólahreysti
Skólahald hefst miðvikudaginn 7. apríl

Skólahald hefst miðvikudaginn 7. apríl

Kæru foreldrar (english below/polski poniżej) Hér eru gildandi takmarkanir, þetta er í raun sama skipulag og frá áramótum, það er eitt skref aftur á bak. Grunnskólar Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli r…
Lesa fréttina Skólahald hefst miðvikudaginn 7. apríl

Starfsdagur þriðjudaginn 6. apríl

Stjórnendur skólans hafa ákveðið að vera með starfsdag þriðjudaginn 6. apríl til að undirbúa skólahald næstu vikna samkvæmt gildandi sóttvarnarreglum. Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra 6. apríl.
Lesa fréttina Starfsdagur þriðjudaginn 6. apríl

Grunnskólanum lokað vegna nýrrar reglugerðar um sóttvarnir

Frá og með miðnætti í dag 24. mars tekur ný reglugerð um skólahald gildi þar sem öllum grunnskólum á Íslandi er lokað. Því eru nemendur og starfsmenn Dalvíkurskóla komnir í páskaleyfi. Nánari upplýsingar um skólahald eftir páskaleyfi koma um leið og þær berast. Athugið Frístund er líka lokuð. Árshá…
Lesa fréttina Grunnskólanum lokað vegna nýrrar reglugerðar um sóttvarnir
Páskaleyfi

Páskaleyfi

Nú er síðasta vika fyrir páskaleyfi nemenda að hefjast, en nemendur fara í páskaleyfi eftir kennslu föstudaginn 26. mars og mæta aftur í skólann þriðjudaginn 6. apríl samkvæmt stundaskrá. Undirbúningur árshátíðar er í fullum gangi og ýmsar persónur og furðuverur farnar að trítla hér um ganga. Þema á…
Lesa fréttina Páskaleyfi
Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var haldinn í Menntaskólanum á Akureyri 9. mars. Þar kepptu fulltrúar Grenivíkurskóla, Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla, Dalvíkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar. Fyrir hönd Dalvíkurskóla kepptu Óskar Valdimar og Steinunn Sóllilja sem gerði sér lítið fyrir og s…
Lesa fréttina Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Samræmd próf í 9. bekk - Frestun

Í samræmdu könnunarprófi í íslensku í 9. bekk sem lagt var fyrir í morgun komu upp tæknilegt vandamál í prófakerfi sem lýsti sér í því að nemendur duttu út úr kerfinu. Töluverður fjöldi nemenda á landsvísu náði ekki að ljúka prófunum. Menntamálastofnun hefur því tekið þá ákvörðun að fresta samræmdu…
Lesa fréttina Samræmd próf í 9. bekk - Frestun
Tilkynning vegna öskudagsins

Tilkynning vegna öskudagsins

Frá Dalvíkurskóla: Öskudagurinn 17. febrúar verður með sama sniði og undanfarin ár; nemendur skólans fara með sínum bekk og starfsfólki út í bæ að syngja og vonandi verður vel tekið á móti krökkunum eins og alltaf. Í lok skóladags verður kötturinn sleginn úr tunnunni í íþróttahúsi.  
Lesa fréttina Tilkynning vegna öskudagsins
Skautasvell opið öllum neðan íþróttamiðstöðvar. Ekkert gjald bara gaman á skautum

Skautasvell opið öllum neðan íþróttamiðstöðvar. Ekkert gjald bara gaman á skautum

Foreldrafélag Dalvíkurskóla hefur nú hafið söfnun til kaupa á 100 skautum til að gefa Íþróttamiðstöðinni á Dalvík Skautasvellið sem komið var upp neðan við íþróttamiðstöðina hefur vakið mikla lukku. Það hefur aukið við fjölbreyttan afþreyingarmöguleika krakka, unglinga og fullorðinna. Með þessari g…
Lesa fréttina Skautasvell opið öllum neðan íþróttamiðstöðvar. Ekkert gjald bara gaman á skautum
Stuðningsfulltrúi óskast við Dalvíkurskóla

Stuðningsfulltrúi óskast við Dalvíkurskóla

Dalvíkurskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 70% starf frá og með 15. febrúar til 9. júní 2021. Vinnutími er frá 8:00 – 13:35. Dalvíkurskóli leitar að öflugum einstaklingi í starfið með reynslu af því að vinna með börnum. Hæfniskröfur: Áhugi á að vinna með börnum Starfsreynsla í grunnskóla …
Lesa fréttina Stuðningsfulltrúi óskast við Dalvíkurskóla
Skólastarfið næstu daga og vikur

Skólastarfið næstu daga og vikur

  Skólastarfið í Dalvíkurskóla er komið á nokkuð gott ról, eftir að gefið var grænt ljós á stærri hópa, notkun á matsal og að kennarar mættu vera grímulausir innan um nemendur. Enn þarf starfsfólkið þó að gæta tveggja metra reglunnar sín á milli og vera skipt á kaffistofur. Mánudaginn 8. febrúar …
Lesa fréttina Skólastarfið næstu daga og vikur
Skólahald á nýju ári

Skólahald á nýju ári

Frá og með þriðjudeginum 5. janúar verður skólahald með hefðbundnu sniði í Dalvíkurskóla. Kennt verður samkvæmt stundaskrá og matur snæddur í matsal. 
Lesa fréttina Skólahald á nýju ári