Foreldrafélag

Hlutverk foreldrafélaga skv. grunnskólalögum

Samkvæmt 9. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal foreldrafélag starfa við grunnskóla og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Samkvæmt grunnskólalögum er hlutverk foreldrafélags að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Samkvæmt 8. gr. grunnskólalaga skulu 9 manna skólaráð vera við grunnskóla og þar af tveir fulltrúar foreldra. Samkvæmt reglugerð nr. 1157/2008 skulu tveir fulltrúar foreldra vera kosnir í skólaráð samkvæmt starfsreglum foreldrafélags, sbr. 9. gr. grunnskólalaga.

 

Stjórn foreldrafélags Dalvíkurskóla

Viktor Már Jónasson Formaður 

Elísabet Tryggvadóttir Ritari

Jolanta Brandt

Þórdís Aradóttir

Sigríður Traustadóttir