Reglur um leyfi nemenda

Samkvæmt lögum um grunnskóla frá 2008 er nemendum skylt að sækja grunnskóla og foreldrar bera ábyrgð á að nemendur sæki grunnskóla. Foreldrum er heimilt að sækja um tímabundna undanþágu frá skólaskyldu til skólastjóra en foreldrar skulu sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi á meðan leyfi stendur.

Umsjónarkennarar eða ritari skólans geta gefið leyfi í 1-2 daga en ef sótt er um leyfi í lengri tíma þarf skólastjóri að samþykkja leyfið. Þegar nemandi er í leyfi í lengri tíma þurfa foreldrar að setja sig í samband við umsjónarkennara og fá upplýsingar um námsefni sem vinna skal á meðan leyfi stendur.

Þegar leyfi er veitt eru viðmið skólans um ófullnægjandi skólasókn höfð til hliðsjónar, sjá hér.

Hægt er að sækja um öll leyfi fyrir nemendur í Mentorappinu, sjá leiðbeiningar hér.