Iðjuþjálfi

Iðjuþjálfi Dalvíkurskóla er Valdís Guðbrandsdóttir. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi alla virka daga. Hlutverk iðjuþjálfa er að auka færni nemanda við athafnir daglegs lífs og skólatengda iðju. Iðjuþjálfi sinnir einnig ráðgjöf og teymisstjórn vegna nemenda. Iðjuþjálfi vinnur í samvinnu við nemendur, forráðamenn, kennara, skólastjórnendur og aðra starfsmenn skólans.

Helstu verkefni iðjuþjálfa:

Skipuleggur og sinnir þjálfun í samræmi við þarfir nemenda með og án sérþarfa við skólatengda iðju, athafnir daglegs lífs, skerta félagsfærni og hegðunarerfiðleika.

  • Hefur yfir að búa sértækri þekkingu á daglegri iðju, mati og greiningu á henni og úrræðum er varða skerta færni s.s. aðlögun á umhverfi/iðju.
  • Útbýr þjálfunargögn og aflar nýrra í samræmi við þarfir einstakra nemenda.
  • Starfar með og veitir ráðgjöf til starfsmanna og annarra fagaðila vegna nemenda sem eiga m.a. í erfiðleikum við skólatengda iðju, félagsfærni, hegðun og athafnir daglegs lífs.
  • Sinnir teymisstjórn yfir nemendum sem honum er falið af stoðteymi, skólastjóra.
  • Hefur yfirsýn og heldur utan um þætti sem varða velferð og hagsmuni nemenda með sérþarfir.
  • Skilgreinir færni nemenda við skólatengda iðju og leitar eftir sérfræðilegri greiningu innan sem utan skólans eftir þörfum.
  • Vinnur að skipulagi vegna þjálfunar, stuðnings og sérkennslu innan skólans og endurskoðar eftir þörfum í samvinnu við aðra fagmenn skólans.