Stoðteymi

Í Dalvíkurskóla er stoðteymi og í því sitja verkefnastjóri sérkennslu, stoðkennari/sérkennari á eldra stigi, iðjuþjálfi, þroskaþjálfi, deildarstjóri eldra stigs og deildarstjóri yngra stigs sem jafnframt er teymisstjóri. Hlutverk teymisins er að halda utan um sér- og stuðningsmál í skólanum og meta hvar stuðningur nýtist sem best fyrir nemendur með hliðsjón af þeim mannauði sem er starfandi við skólann. Stoðteymi fundar þrisvar sinnum í mánuði og eru fundargerðir vistaðar hjá stjórnendum.