Upplýsingamiðstöð / Information

Gluggi 12: Jólagjafainnkaup í Bergi

Gluggi 12: Jólagjafainnkaup í Bergi

Já nú fara jólin svo sannarlega að nálgast og eflaust margir enn að stússast við jólagjafainnkaup. Leitið ekki lengra! Hér í Menningarhúsinu Bergi er hægt að græja ýmislegt fyrir jólin.
Lesa fréttina Gluggi 12: Jólagjafainnkaup í Bergi
Gluggi 11: Fözzarafésbók og jólaenglar með hugvekju

Gluggi 11: Fözzarafésbók og jólaenglar með hugvekju

Á bókasafninu má nú finna fjöldann allan af skemmtilegum jólabókum, tilvalið fyrir kvöldlesturinn! Bókasafnið er nú opið alla virka daga frá klukkan 10-17 og laugardaga frá 13-16.
Lesa fréttina Gluggi 11: Fözzarafésbók og jólaenglar með hugvekju
Gluggi 10: Flýgur tvítug fiskisaga

Gluggi 10: Flýgur tvítug fiskisaga

Jarðbrúarpiltarnir Atli Rúnar og Óskar Þór Halldórssynir verða í Bergi föstudaginn 11. desember kl. 13-17 með þrjár bækur sínar á svarfdælskum kjörum: nýútkomna Fiskidagsbók, sögu fjölskyldunnar á Kleifum við Ólafsfjörð og söguna um flóttamanninn og myndskurðarmeistarann Wilhelm E. Beckmann.
Lesa fréttina Gluggi 10: Flýgur tvítug fiskisaga
Gluggi 9: Mjólkurflutningar í Svarfaðardal

Gluggi 9: Mjólkurflutningar í Svarfaðardal

Í glugga dagsins lítum við aftur til fortíðar og sjáum mynd af harðduglegum mjólkurbílstjórum að ferja mjólk frá bændum í Svarfaðardal í samlagið. Snjóþungir vetur gerðu flutningana erfiða og stundum tók það allt að 52 klst. að koma mjólkinni á leiðarenda! Myndin er úr nýju kveri - Mjólkurflutningar í Svarfaðardal- sem gefið var út í haust og er samstarfsverkefni Byggðasafnsins Hvols og Héraðsskjalasafns Svarfdæla. Áhugasamir geta keypt eintak á bókasafninu í Bergi.
Lesa fréttina Gluggi 9: Mjólkurflutningar í Svarfaðardal
Gluggi 8: Jólaleikur - finnum Bangsa litla!

Gluggi 8: Jólaleikur - finnum Bangsa litla!

Bangsi litli er í felum á bókasafninu og við finnum hann ekki! Viljið þið hjálpa okkur að finna hann? Fundarverðlaun í boði!
Lesa fréttina Gluggi 8: Jólaleikur - finnum Bangsa litla!
Gluggi 7: Jólaföndur úr gömlum bókum

Gluggi 7: Jólaföndur úr gömlum bókum

Reglulega fá starfsmenn bókasafnsins fyrirspurnir um hvort hægt sé að koma með gamlar bækur á safnið. Því miður höfum við ekki tök á að taka við gömlum bókum en hvetjum ykkur til að nýta þær á sniðugan hátt ef þær hafa þjónað sínum tilgangi. Til dæmis er hægt að útbúa jóladagatal með bókagjöfum þar sem á hverjum degi fram til jóla eru pakkar opnaðir með nýjum-gömlum bókum! Jafnframt er hægt að endurnýta bækur í ýmiss konar sniðugt jólaföndur. En áður en þið tætið bækurnar í sundur, biðjið þá Bókaenglana um leyfi
Lesa fréttina Gluggi 7: Jólaföndur úr gömlum bókum
Gluggi 6: Fæðingardagur Kristjáns Eldjárns

Gluggi 6: Fæðingardagur Kristjáns Eldjárns

Í dag höldum við fæðingardag Kristjáns Eldjárns, fyrrum forseta, hátíðlegan. Kristján Fæddist að Tjörn í Svarfaðardal árið 1916. Á Byggðasafninu Hvoli er sérstök stofa tileinkuð Kristjáni en fjölskylda Kristjáns gaf safninu marga persónulega muni hans við þetta tækifæri. Kristján var fornleifafræðingur að mennt og stóð hann fyrir mörgum merkum fornleifarannsóknum í Svarfaðardal. Kristján var einnig þjóðminjavörður Þjóðminjasafns Íslands áður en hann var kjörinn forseti Íslands þann 30. Júní 1968.
Lesa fréttina Gluggi 6: Fæðingardagur Kristjáns Eldjárns
Gluggi 5: Opnun listasýningar í Bergi

Gluggi 5: Opnun listasýningar í Bergi

Í fyrsta sinn frá því í byrjun september gefur að líta nýja sýningu í sal Menningarhússins Bergs. Sýningin ber yfirskriftina Systralag II/Sisterhood II og er eftir listakonuna Bergþóru Jónsdóttur. Sýningin verður opin út janúar svo það er nógur tími til að koma og líta við en í dag verður opið hjá okkur til 16.00. Það geta aðeins 10 manns verið í salnum í einu og það er grímuskylda á alla gesti.
Lesa fréttina Gluggi 5: Opnun listasýningar í Bergi
Gluggi 4: Fözzarafésbók

Gluggi 4: Fözzarafésbók

Laugardaginn 5. desember opnar ný sýning í sal Menningarhússins Bergs – sýningin ber heitið: Systralag II/Sisterhood II og er eftir listakonuna Bergþóru Jónsdóttur. Húsið opnar kl. 13.00, sýningin opnar síðan klukkutíma síðar. Vegna takmarkanna geta aðeins 10 manns verið í salnum hverju sinni – við höldum rýmunum aðskyldum svo að þó það sé fullt inn á sýninguna verður hægt að koma á bókasafnið til að skila og taka bækur. Sýningin verður opin út janúar svo það er óþarfi að örvænta, allir ættu að geta komið og tekið inn þessa frábæru sýningu.
Lesa fréttina Gluggi 4: Fözzarafésbók
Gluggi 3: Jólatré frá 1945

Gluggi 3: Jólatré frá 1945

Við undirbúning jólanna er öllum hollt að líta til baka, ýminda sér tíma þegar neysluhyggjan var minni, áherslurnar aðrar og tækifærin ekki af sama toga og þekkjast í dag. Ef árið 2020 hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að njóta þess sem við höfum, sýna þakklæti og taka öllu því sem að okkur ber - þó það sé ekki akkúrat það sem við sáum fyrir okkur í upphafi árs. Við hvetjum ykkur eindregið til að kíkja inn á Sarpinn - finna þar Byggðasafnið Hvol og fletta í gegnum þá fjölmörgu gripi sem þegar eru skráðir, meðal annars þennan hér (við biðjumst afsökunar á því hvað myndin er óskýr - við reynum að laga það sem fyrst
Lesa fréttina Gluggi 3: Jólatré frá 1945
Gluggi 2: Opið á bókasafninu!

Gluggi 2: Opið á bókasafninu!

Opnunin verður háð miklum takmörkunum, aðeins 10 manns geta verið í húsinu á hverjum tíma og biðjum við gesti því að ganga hreint til verks og forðast að snerta fleiri fleti en það nauðsynlega þarf. Gestir eru jafnframt beðnir um að lágmarka tímann sem þeir dvelja á bókasafninu hverju sinni og aðeins verður hægt að kaupa kaffi í ferðamáli – ekkert smurt brauð eða “braserí” í eldhúsinu verður í boði fyrst um sinn. Ítrustu sóttvörnum verður að sjálfsögðu gætt og biðjum við gesti að sinna sínum persónulegu sóttvörnum á móti.
Lesa fréttina Gluggi 2: Opið á bókasafninu!
Gluggi 1: Dagbók frá 1918

Gluggi 1: Dagbók frá 1918

Næstu 24 daga ætlum við að stytta biðina til jóla með einum eða öðrum menningartengdum hætti. Dagatalið, “Jólamenning – talið niður í jólin” er samstarfsverkefni Bókasafns Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafns Svarfdæla, Byggðasafnsins Hvols og Menningarhússins Bergs. Á hverjum degi opnast gluggi á Facebook þar sem jólahefðir verða heiðraðar, rykið dustað af fortíðinni, nýjar jólabækur kynntar eða sniðugar leiðir til jólaskreytinga kenndar… svo fátt eitt sé nefnt. Það eina sem þú þarft að gera er að fylgjast vel með á facebook síðu bókasafnsins, njóta og taka þátt þegar það á við ❤
Lesa fréttina Gluggi 1: Dagbók frá 1918