Gluggi 13: Jólasveinar
Kæru jólavinir! Þá eru uppáhalds karlar okkar allra smátt og smátt að koma til byggða, því ber svo sannarlega að fagna!
Heyrst hefur að Kertasníkir hafi sést á flakki í fjöllunum hér í grendinni nokkrum dögum á undan áætlun en það var einn hörkuduglegur göngugarpur sem segist hafa rekist á hann á göngu sinni fyrir ofan bæinn. Kertasníkir sagðist reyndar bara vera að leita að jólakettinum en ekkert hafi spurst til hans síðan um síðustu helgi... við vonum að hann komist í leitirnar sem allra fyrst!
13. desember 2020