Rafbókasafnið

Hvað er Rafbókasafnið?Rafbókasafnið

Rafbókasafnið er bókasafn á vefnum þar sem finna má fjölda raf- og hljóðbóka af öllu tagi, fyrir alla aldurshópa. Í rafbókasafninu eru glæpir og ástir, ævintýri og ævisögur, myndasögur og bækur og innhverfa íhugun, byltingar, tísku og mataræði.

Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Vonir standa til að á þessu ári muni íslenskar raf- og hljóðbækur bætast í hópinn.

Rafbókasafnið er samstarfsverkefni Landskerfis Bókasafna hf. og Borgarbókasafns Reykjavíkur og hægt er að nálgast efnið í flestum tækjum svo sem í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Auk þess er efnið jafnframt aðgengilegt í gegnum sérstakt app, OverDrive sem finna má í App Store og Play Store.

Þannig geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa sínar bækur, í síma eða á spjaldtölvu, hvar sem er og hvenær sem er. Í raun þýðir þetta að lesendur hafa heilt bókasafn í vasanum. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn.

Slóðin á Rafbókasafnið er: rafbokasafnið.is

 

Hvað þarf að gera til að geta notað Rafbókasafnið?

Það eina sem fólk þarf til að nálgast efni er gilt bókasafnsskírteini hjá Bókasafni Dalvíkurbyggðar. Við minnum á að allir íbúar Dalvíkurbyggðar geta fengið lánþegaskírteini sér að kostnaðarlausu. Ef einhver hefur glatað skírteininu sínu er hægt að fá nýtt kort fyrir litlar 500 krónur hjá okkur í Bergi.

 

Hvernig byrja ég?

Til þess að skrá sig á rafbókasafnið þarf að hafa gilt bókasafnskort með svokölluðu GE númeri. Strikamerkið er síðan notað til að skrá sig inn ásamt leyninúmeri.

Til að lesa/hlusta með nettengingu er farið á safnið í gegnum vefslóðina: rafbokasafnid.is

Til að lesa/hlusta án nettengingar þarf að:

-          Sækja Libby app eða OverDrive app í App Store, Google Play eða Windows Store

-          Velja Rafbókasafnið, finna okkar safn (Bókasafn Dalvíkurbyggðar) í „Add your card“ og skrá inn númer korts (strikamerki) og leyninúmer.

-          Hlaða bókinni niður og lesa eða hlusta.

Lesbretti:

-          Ef nota á lesbretti þarf að stofna Adoble ID- aðgang og hlaða niður Adoble Digital Editions forritinu.

-          Hlaða bókinni niður og færa á lesbrettið.

-          Engöngu hægt með lesbrettum sem styðja e-Pub formið.

-          Kindle lesbretti virka ekki NEMA kindle Fire.

 

Rafbókasafnið í hnotskurn – gripið saman í nokkra punkta

  • Rafbókasafnið byggir á OverDrive rabókaveitunni
  • Þú þarft gilt bókasafnskort og PIN-númer hjá aðildarsafni. Allir íbúar Dalvíkurbyggðar geta fengið lánþegaskírteini sér að kostnaðarlausu á Bókasafni Dalvíkur og hægt er að leyta aðstoðar þar varðandi PIN-númer.
  • Þú skráir þig inn á Rafbókasafnið með strikamerkisnúmerinu á bókasafnskortinu þínu og PIN-númeri. Þú getur einnig skráð þig inn með Facebook eða sérstökum OverDrive aðgangi en til þess að fá lánað þarftu að gefa upp númerið á bókasafnskortinu og PIN-númer í fyrsta skipti sem það er gert.
  • Þú getur valið hvort þú færð bók að láni í 7, 14 eða 21 dag.
  • Þú getur haft 5 bækur að láni í einu og sett inn 7 frátektir.
  • Þú getur gert innkaupatillögur. Hægt er að mæla með kaupum á 3 bókum á 14 daga fresti.
  • Bók sem hefur verið tekin að láni skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum. Auðvitað er líka hægt að skila fyrr.
  • Hægt er að lesa rafbækur eða hlusta á hljóðbækur frá Rafbókasafninu í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum og því er ekki nauðsynlegt að hlaða niður neinum forritum til þess.
  • Viljir þú lesa eða hlusta án þess að vera nettengd(ur) þarftu að ná þér í Libby appið, OverDrive appið eða Adobe Digital Editions forritið og hlaða bókinni niður.

Ef þið hafið einhverjar spurningar hvetjum við ykkur eindregið til að hringja til okkar eða senda fyrirspurn á bjork@dalvikurbyggd.is og við munum gera okkar allra besta til að aðstoða ykkur!

 

English version

Rafbókasafnið is an e-library that is accessible on the website rafbokasafnid.is. There you will find e-books and audiobooks of all kinds, for all age groups. Rafbókasafnið is full of crime and passion, adventures and autobiographies, comics and books about mindfulness, revolutions, fashion and cooking. You can access Rafbókasafnið via computers, tablets and smartphones.

 

What is Rafbókasafnið?

What do you need?

- A valid library card and a PIN code from one of the libraries that are members of Rafbókasafnið

 

Signing up: with your card number and PIN code, using Facebook/Overdrive access. You still have to sign in with your card number and PIN code

To read / listen:

Online: via a computer, from the website rafbokasafn.is

Offline: Libby app - download from App Store, Google Play or Windows Store, choose Rafbókasafnið, find your library in “Add your card” and sign in with your card number and PIN code download the book.

OverDrive app - download from App Store, Google Play or Windows Store, choose Rafbókasafnið in Add a Library”, find your library and sign in with your card number and PIN code, download the book

E-readers

for e-readers you need to have an Adobe ID and download Adobe Digital Editions download the book and move it to the e-reader you can only use e-readers that have e-Pub you cannot use Kindle -readers, apart from Kindle Fire.