Upplýsingamiðstöð / Information

Opnunartímar á Bókasafni Dalvíkurbyggðar

Opnunartímar á Bókasafni Dalvíkurbyggðar

Bókasafn Dalvíkurbyggðar er opið alla virka daga frá kl. 10-17 og laugardaga frá 13-16.
Lesa fréttina Opnunartímar á Bókasafni Dalvíkurbyggðar
Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð

Starfsfólk bókasafns Dalvíkurbyggðar sendir íbúum Dalvíkurbyggðar og viðskiptavinum ósk um gleðilega hátíð og farsælt komandi ár.
Lesa fréttina Gleðilega hátíð
Opnunartímar á bókasafninu um hátíðirnar

Opnunartímar á bókasafninu um hátíðirnar

Opnunartímar á bókasafninu um hátíðirnar
Lesa fréttina Opnunartímar á bókasafninu um hátíðirnar
Laust starf á söfnum Dalvíkurbyggðar

Laust starf á söfnum Dalvíkurbyggðar

Nú leitum við að einstakling sem hefur áhuga á því að starfa í fjölbreyttu og menningarlegu umhverfi. Um er að ræða 75% stöðu sem dreifist hlutfallslega á bókasafn Dalvíkurbyggðar, byggðasafnið Hvol og héraðsskjalasafn Svarfdæla. Vinnutíminn er frá 11.00 - 17.00 virka daga en að auki býðst að taka helgarvaktir á bókasafni.
Lesa fréttina Laust starf á söfnum Dalvíkurbyggðar
Gluggi 20: Fjórði í aðventu

Gluggi 20: Fjórði í aðventu

Þá er 20. desember genginn í garð og jafnframt fjórði í aðventu. Ef þú hefur ekki gert það nú þegar þá hvetjum við þig til að kveikja á síðasta kertinu í aðventukransinum - englakertinu. Hugsum um um það sem við erum þakklát fyrir og hlýjum okkur við góðar minningar. Hvað gerðir þú á árinu sem lét þér líða vel?
Lesa fréttina Gluggi 20: Fjórði í aðventu
Gluggi 19: Gjafaleik lokið

Gluggi 19: Gjafaleik lokið

Við höfum dregið úr bókagjafaleiknum og er það hún Arnheiður Hallgrímsdóttir sem var svo heppin að vinna að þessu sinni. Hana langaði að lesa bókina Gata mæðranna eftir Kristínu Mörju og við vonum svo sannarlega að henni takist það.
Lesa fréttina Gluggi 19: Gjafaleik lokið
Gluggi 18: Skipulagsmál heimilanna

Gluggi 18: Skipulagsmál heimilanna

Alltaf styttist meir og meir í blessuðu jólahátíðina okkar. Nú er tíminn til að skipuleggja næstu daga þannig að öllum líði sem best og ekkert stress! Til að auðvelda skipulagið er tilvalið að fá að láni á bókasafninu bókina Skipulag eftir samfélagsmiðlastjörnuna Sólrúnu Diego. Í bókinni eru ýmiss konar sniðug ráð um jólaundirbúninginn og skipulag heimlisins enda er Sólrún löngu orðin þjóðþekkt fyrir tjékklistana sína og gott skipulag.
Lesa fréttina Gluggi 18: Skipulagsmál heimilanna
Gluggi 17: Gjafaleikur

Gluggi 17: Gjafaleikur

Nú er rúm vika í jólin og af því tilefni langar okkur að skella í gjafaleik með veglegum bókaverðlaunum!
Lesa fréttina Gluggi 17: Gjafaleikur
Gluggi 16: Ljóðalestur frá aðstoðarmönnum jólasveinanna

Gluggi 16: Ljóðalestur frá aðstoðarmönnum jólasveinanna

Í dag komu í heimsókn til okkar aðstoðarmenn jólasveinanna og sögðu okkur sögur af ævintýrum þeirra. Við áttum að skila til allra þessari jólakveðju frá þeim: "NJÓTIÐ JÓLANNA"
Lesa fréttina Gluggi 16: Ljóðalestur frá aðstoðarmönnum jólasveinanna
Gluggi 15: Umhverfisvæn innpökkunarstöð

Gluggi 15: Umhverfisvæn innpökkunarstöð

Hér á bókasafninu hafa starfsmenn sett upp innpökkunarstöð sem öllum er velkomið til að nýta til að pakka inn gjöfum fyrir jólin. Við hvetjum ykkur til að huga að umhverfisvænum aðferðum við innpökkunina með því að endurnýta gömul dagblöð, fjölpóst og bækur sem gjafapappír og jólakort og skreyta með borðum, gömlum dúkum eða efni úr náttúrunni. Jafnvel leyfa börnunum að mála á gjafapappír. Hvað með gömlu kortin sem eru enn í hanskahólfinu á bílnum? Það er meira segja hægt að nýta textíl og gamlar tuskur í verkið og gera huggulegt! Hafiði heyrt annað eins!? Hér á bókasafninu eru dagblöð og fallegir borðar sem ykkur er velkomið að nýta. Opið er á bókasafninu alla virka daga frá 10-17 og laugardaga frá 13-16.
Lesa fréttina Gluggi 15: Umhverfisvæn innpökkunarstöð
Gluggi 14: Spilum í desember

Gluggi 14: Spilum í desember

Gluggi dagsins er tileinkaður samverustundum sem við getum enn stundað! Við getum nefnilega spilað saman! Við hvetjum ykkur til að spila með nánustu fjölskyldunni við matarborðið með kveikt á kertaljósum og kósýheit! Svo er hægt að hitta vini í netheimum og spila saman leiki á netinu. Hugum að hvert öðru, því félagsleg samskipti eru okkur lífsnauðsynleg. Á Bókasafni Dalvíkurbyggðar er hægt að fá í útlán fjölmörg spil fyrir alla aldurshópa. Dæmi um spil sem eru á safninu eru Ticket to Ride, Popppunktur, Sequence for Kids, Trivial Pursuit, Pictionary, Bezzerwizzer og fullt af fleiri púslum og samstæðuspilum!
Lesa fréttina Gluggi 14: Spilum í desember
Gluggi 13: Jólasveinar

Gluggi 13: Jólasveinar

Kæru jólavinir! Þá eru uppáhalds karlar okkar allra smátt og smátt að koma til byggða, því ber svo sannarlega að fagna! Heyrst hefur að Kertasníkir hafi sést á flakki í fjöllunum hér í grendinni nokkrum dögum á undan áætlun en það var einn hörkuduglegur göngugarpur sem segist hafa rekist á hann á göngu sinni fyrir ofan bæinn. Kertasníkir sagðist reyndar bara vera að leita að jólakettinum en ekkert hafi spurst til hans síðan um síðustu helgi... við vonum að hann komist í leitirnar sem allra fyrst!
Lesa fréttina Gluggi 13: Jólasveinar