Persónuvernd og bókasafnið

Ný persónuverndarstefna tók gildi 25. maí á þessu ári. Almenningsbókasöfn eins og bókasafn Dalvíkurbyggðar er ábyrgðaraðilli þeirra persónuupplýsinga sem safnað er í daglegu amstri starfsins en Landskerfi bókasafna er vinnsluaðilli. Þetta þýðir að Landskerfi flokkast sem þriðji aðilli og getur verið viðtakandi persónuupplýsinga um lánþega. 

Þær persónuuppýsingar sem bókasafnið vinnur með geta varðað útlánasögu einstaklinga, tengiliðaupplýsingar og fleira í lánþegaskrám Gegnis. Myndbirtingar á heimasíðu, instagram- og fésbókarsíðu takmarkast að mestu við opna viðburði þar sem fólk kemur af frjálsum vilja. Myndbirtingar frá opinberum vettvangi er hægt að réttlæta með vísan í lögmæta hagsmuni safnsins. Fyrir öðrum myndbirtingum er fengið sérstakt leyfi. Ef fólk óskar sérstaklega eftir því að láta fjarlægja myndir af sér eða birtast ekki á vefnum er það að sjálfsögðu virt. Ekki eru birtar myndir úr skólastarfi nema með sérstöku leyfi. 

 

Dalvíkurbyggð hefur sett sér persónuverndarstefnu og var hún samþykkt í sveitarstjórn 30. október 2018. Í stefnunni má finna upplýsingar um stefnu sveitarfélagsins varðandi persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga svo sem söfnun þeirra, varðveislu og öryggi. Hér má einnig lesa í heild sinni lög um persónuvernd og vinnslu persónuuplýsinga nr. 90/2018.

Á síðu Dalvíkurbyggðar má finna ýmsar upplýsingar er snúa að persónuvernd auk þess sem hægt að óska eftir sérstökum upplýsingum í þar til gerðum umsóknareyðublöðum. 

 

 Fyrir frekari upplýsingar um persónuverndarlöggjöfina og innleiðingu hennar bendum við t.d. á heimasíðu Persónuverndar og Sambands íslenskra sveitafélaga.