Myndefni og tónlist

Myndefni og tónlist

 

Á Bókasafni Dalvíkurbyggðar má finna úrval af DVD diskum með íslenskum kvikmyndum, fræðslumyndum og barnaefni.  Dæmi um myndefni sem bókasafnið leigir út er: Svartur á leik, Vonarstræti, Stella í Orlofi, Dalalíf, Löggulíf, Nýtt líf, Nonni og Manni, Heilsubælið í Gervahverfi, Fóstbræður og Stiklur Ómars Ragnarssonar. Fyrir börnin eru hér til dæmis ævintýri Astrid Lindgren, Dóra landkönnuður, sögur frá Latabæ, skógardýrið Húgó og Disney ævintýri.