Hagnýtar upplýsingar

Allir íbúar Dalvíkurbyggðar geta fengið lánþegaskírteini sér að kostnaðarlausu á Bókasafni Dalvíkurbyggðar.

Lánþegaskírteini gefur notendum jafnframt aðgang að vefnum leitir.is en það er vefsvæði sem veitir aðgang að fjölbreyttu vísinda-, fræðslu og afþreyingarefni. Á vefnum er einnig hægt að endurnýja lán og panta eintök.  Vefurinn veitir auk þess upplýsingar um bækur, tímarit og greinar, rafbækur, hljóðbækur, tónlist, ljósmyndir, lokaverkefni háskóla, myndefni, vefsíður, fornleifar og muni. Oft er hægt að skoða ljósmyndir og sækja sér heildartexta án endurgjalds. leitir.is

Til þess að skrá sig inn á leitir.is - er valin Innskráning og þar setur fólk notendanafn og lykilorð. 

Notendanafnið er númerið á bókasafnsskírteininu. Því er síðan hægt að breyta eftir fyrstu innskráningu í eitthvað sem er þægilegra að muna. 

Lykilorð þarf að nálgast í fyrsta skipti á Bókasafni Dalvíkurbyggðar en eftir fyrstu innskráningu getur fólk valið lykilorð eftir hentugleika. 

Hvernig get ég endurnýjað lán?

Farðu á www.leitir.is →Innskráning – skráðu notendanafn og leyniorð. → Þá birtist nafnið þitt í hægra horni. → Veldu – mínar síður → Veldu eintakið sem á að endurlána → Smelltu á endurnýja valið  (fyrir ofan) → Þá birtist endurnýjun tókst.

 

Hvernig get ég pantað eintak?

Innskáning á sama og endurnýjun. → Leitaðu að eintakinu í Bókasafni Dalvikurbyggðar sem þú vilt fá tekið frá. → Smelltu á Taka frá → Aðgerðin tókst – birtist ef allt er í lagi → Þú færð sendan tölvupóst eða færð símhringingu þegar eintak kemur inn.